Innlit í RB Rúm…

…eins og þið vitið eflaust flest, þá var ég í miklum og djúpum pælingum með höfðagaflinn hjá okkur.  Það sem mig langaði mest af öllu var svona stunginn gafl, úr mjúku efni og helst í fallegum gráum lit.  Án þess að hafa googl-a frá mér allt vit, þá leiddi netið mig næstum um leið inn á síðuna hjá RB rúmum.  Ég var líka búin að hugsa til þeirra áður, þar sem við keyptum fyrsta rúmið okkar hjá þeim, fyrir 19 árum, þegar að við hófum búskap – og vorum núna loks að endurnýja…
…RBrúm er náttúrulega eitt af þessum dásamlegu fjölskyldufyrirtækjum í Hafnarfirði, og eru þeir að gera allt á staðnum og því hægur leikur að láta sníða allt eftir máli.  Til að mynda þá var fyrsta rúmið okkar 180×213, og var sérstaklega mælt með því að hafa það 20 cm stærra en eiginmaðurinn, sem er 193.  Snilldin ein!
Þessi var reyndar ekki að afgreiða, en bara of sæt til þess að hafa myndina ekki með…
Smella hér til þess að skoða heimasíðu RB rúm!
Smella hér til þess að skoða sérstaklega gaflana!
Smella hér til þess að skoða Facebook-síðu RB rúm!
Það er alveg mjög mikið úrval af litum, ef þið eruð að leita að svona mjúkum gafli eins og við tókum, og mér fannst þessi týpa t.d. sérlega töff…
…ég var þó hrifnust af þessum gafli og við byggðum okkar á þessum, en þó í öðrum lit.  En þið takið eftir að rúmbotninn er gerður úr sama efni og gaflinn, sem tekur í burtu þörfina til þess að vera með pífulak undir dýnunni.  Eins er hægt að velja um mismunandi fætur og alveg í hvaða hæð þið viljið hafa þá…
…mér finnst líka snilld að það er hægt að láta sníða púðaver í sama lit og gaflinn. Þannig að sniðugt væri að láta bara sauma fyrir sig í sömu stærð og koddarnir manns, og þá áttu bara svona til að skella yfir þína kodda – þegar þú vilt búa um extra fansí…
…hér er síðan allt önnur týpa, mikið einfaldari en mjög falleg.  Eins finnst mér sængurverasettið mjög töff…
…bleiku púðarnir eru líka að gera mikið í þessu…
…rétt eins og við fengum þau til þess að bólstra bekkinn okkar, þá eru þau líka að smíða og gera bekki með rúmunum.  Það er hægt að fá snilldar geymslu út úr því.  Fullkomið t.d. fyrir rúmteppið og púðana þegar ekki er búið um…
…þessi velúrefni eru að heilla mig svo mikið…
…síðan er þetta auðvitað brillijant í herbergi þar sem pláss er, en þetta er svona sérgrind fyrir rúmteppin og líka pláss fyrir púðana….
…ok, ég verð að viðurkenna að í smástund þá var ég að spá í svona vængi.  En þar sem ég var búin að ákveða hangandi ljós, þá fannst mér það verð aaaaaaðeins of mikið.  En þessi gafl er bara konunglegur sko…
… hér er svo enn önnur týpa, svona rammi í kring og stungið í miðjunni.  Rúmfötin eru líka geggjuð…
…sjáið bara hvað þetta kemur fallega út…
…líka hægt að fá gaflana í leðri og bara ýmsum mismunandi áklæðum, og auðvitað bara í þeirri hæð sem þið viljið helst…
…ótrúlega fallegur hvíti leðurgaflinn við svona rustic vegginn…
…svo eru alls konar fylgihlutir sem að fást þarna…
…alls konar skrautpúðar auðvitað…
…og eins og áður sagði, þá er hægt að fá saumaða púða við gaflana…
…dásamlegur ljósblár…
…og svo eru ýmir fylgihlutir, og ég var mjög skotin í þessum pottum t.d…
…og auðvitað mikið úrval af sængurverum…
…síðan sá ég á Facebook-síðunni þeirra að þau voru að fá geggjuð rúmteppi…
Image may contain: indoor
Image may contain: indoor
…og svo ætla ég að gera sér póst um rúmið okkar og gaflinn, en ég hef ekki tölu á öllum þeim fyrirspurnum sem ég hef svarað um það undanfarna mánuði.
Að gefnu tilefni: Eftir að við vorum búin að velja það sem okkur langaði mest í, þá hafði ég samband við þessi fyrirtæki, og þau voru tilbúin í smá samstarf með mér. Samstarfið er í formi afsláttar og/eða auglýsinga, þannig að þetta sé allt uppi á borðinu.  En það er hins vegar þannig, eins og áður sagði – að þetta voru þær vörur sem við völdum okkur, alveg án allra afskipta og skilmála
…mæli með þessu flotta fyrirtæki í Hafnarfirðinum, það er í það minnsta möst að kíkja í heimsókn og nóg er úrvalið ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *