Kózý inn í haustið…

…þið hafið verið svo ánægð með póstana sem ég hef sett inn af þeim rýmum sem ég hef útbúið í Rúmfó, að ég bara varð að deila þessu með ykkur líka.  Ég fór í vikunni í Rúmfatalagerinn á Bíldshöfða, og skellti upp smá á pallinn “minn” 🙂

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.
Þegar ég sá stólinn, sem er þarna fyrir miðri mynd, þá bara varð ég að setja hann á pallinn.  Þannig að herbergið tók smá stakkaskiptum um leið!
Ég man því miður ekki nafnið á honum, en hann kostar rúm 19þús, og kemur í bláu sléttflaueli, og á eftir að koma í gráu líka.  Báðir væntanlegir fljótlega…
…í baksýn sjáið þið glitta í nýjan sjónvarpsbekk sem var að koma…
…en mér finnst hann koma ótrúlega vel út sem svona bekkur, og gæti verið flottur í forstofu eða við enda rúms.  Eins finnst mér mjög töff að hafa svona einfaldan spegil fyrir ofan…
…við endan á rúminu setti ég lítil falleg hliðarborð, sem eru alveg fullkomin fyrir pottablóm…
…og í stað þess að vera með eiginlega náttborð, þá notaði ég svona Tabby hengihillur (smella hér)
….ohhh þessi stóll sko ♥ og mér finnst kollurinn líka æðislegur…
…hliðarborðið er alveg draumur á mottunni, svona gyllt…
…og með plötu með marmaraáferð…
…svo er líka komnar alls konar gerviplöntur sem er vert að kíkja á…
…á bakvið rúmið hengdi ég síðan efnisstranga, og þetta er t.d lausn sem er sniðug í svefnherbergi þar sem ekki er rúmgafl…

þar er bara hægt að hengja upp gardínur sem rúmgafl……svo ótrúlega fallegt og einfalt sængurver, bómullarsatín…
…það er líka snilld að vera með falleg rúmföt og þá þarf varla að búa um, eins og hér – bara skellt smá teppi til fóta.  Líka til í gráu…
…fataprestar og körfur eru snilld í svefnherbergin…
…og ef þessi sjónvarpsskápur væri við enda rúms, þá væri kjörið að geyma rúmteppi og púða þarna undir…
…karfa fyrir púða – eða bara sem blómapottur…
…það er líka mjög falleg að blanda svona saman púðum, og litatónum.  Blár og grænn og svo grár…
…og smá gyllt ívaf…
…snýst um smá bland í poka – ekki satt?
…en auðvitað alltaf um að gera hlýlegt og kózý í kringum sig…
…snillingurinn Ívar bíður svo spenntur eftir að taka á móti ykkur í Bíldshöfðanum, eins og alltaf!  Alveg í alvöru, ein sá allra hressasti maður sem þið getið hitt…
1. Ejner gerviblóm
2. Obstrup spegill 68×152
3. Taks skinn
4. Laris vasi
5. Essenza Bianca motta 120
6. Abraur efni 5m
7. Virum sjónvarpsborð

8. Klovborg kollur
9. Cassy kaktus 
10. Ommestrup smáborð 
11. Pil púði
12. Thorluf gerviblóm
13. Strandbede ábreiða
14. Cornflower sængurver, bómullarsatín
15. Hana hliðarborð stórt
16. Kronborg koddaver
17. Indian draumfangari
18.ASP ábreiða 140×200
19.Aamund karfa h 42cm
20. Hana hliðarborð lítið
21. Kongsberg rúmgrind ( til í 140, 160, 180)
22. Stóll væntanlegur aftur fljótlega
Vona að þið eigið yndislega helgi ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *