Huggulegheit á pallinum…

…ó elsku sumar!
Þeir hafa ekki verið margir sólardagarnir hérna á höfuðborgarsvæðinu, en það er kannski líka ein ástæðan fyrir að við kunnum enn betur að meta þá þegar þeir koma…
…Molinn er alveg sáttur sko…
…við eyðum heilmiklum tíma úti á palli, og sérstaklega á sumrin, þegar að krakkarnir eru í fríi – þá eru alltaf einhver hrúga af börnum í drekkutíma hérna…
Ég fékk tækifæri að sýna ykkur m.a. servéttur frá Heildversluninni Lindsay – en vörurnar þeirra fást td. í Krónunni, ásamt rörum og ýmsu öðru!
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Lindsay.
…þessar bláu servéttur fannst mér æðislegar, svo mikið sumar í þeim og með servéttuhringunum, þá vorum við alveg að tala saman…
…og ég ákvað að stökkva inn með þær svo þið gætuð séð litina enn betur…
…og þær eru líka svo flottar með pappa-rörunum…
…svo er það bleika deildin sem er alltaf klassík…
…en servéttur með bleikum rósum, ásamt því helst að vera með rósir í vasa er alveg hreint dásamlega fallegt…
…og með rör, með bleikum doppum – auðvitað…
…þessar voru síðan minni “blúndur” en svo fallegar.  Þessi með Love-textanum er með svona næstum steypuáferð…
…orkídeur eru svo fallegar, bæði í raun og veru og á servéttur…
…og þessar fannst mér æðislegar, t.d. fyrir brúðkaupin!
…elska þessa blöndu af fínlegu blómunum og grófu greinunum……þessar hérna servéttur eru síðan snilld.  Þær eru svona upphleyptar, þannig ef þú strýkur hendinni yfir servéttuna, þá finnur þú fyrir blómunum…
…svo fallegar…
…og skreyta svo mikið…
…svo eru það þessar hérna, en þær eru næstum eins og listaverk…
…vatnslitamynd á disk…
…færum okkur svo í “betri stofuna”…
…en þar var ég með þessar grænu, sem að tóna alveg með púðana sem sjást í baksýn…
…og á þeim voru svo fallegar svona ferskjubleikar rósir…
…þetta finnst mér æðislegt kombó…
…ekki sammála?
…svo í næsta pósti – smá hamborgarapartý og meððí!
…þangað til næst – þá sendi ég ykkur knús inn í daginn ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Huggulegheit á pallinum…

  1. Gyða Sigþórsdóttir
    10.08.2018 at 11:20

    Takk fyrir að deila þessum fallegu myndum. Þessar servíettur eru náttúrulega bara æði, já og auðvitað allt hitt líka. Takk fyrir Soffía 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *