Markaður í Jalon/Xalo – vá….

…eins og þið vitið þá eeeeeelska ég að gramsa og skoða á mörkuðum.  Ég fer reglulega í fjársjóðleitir í Góða hirðinn og alla þessa staði og hef virkilega gaman af.  Þegar við förum erlendis þá leita ég iðulega að einhverjum skemmtilegum mörkuðum og þess háttar til þess að skoða á.  Þegar við vorum búin að ákveða í Jalon/Xalo (Spáni) sem gististað (sjá hér) þá fór ég auðvitað í það að googl-a svolítið staðinn og kanna hvað væri þarna í kring.  Eitt af því fyrsta sem ég rakst á var antíkmarkaður sem er á laugardögum!
Mercadillo de Jalon

Ok, ég hef arkað á ýmsa markaði á mínum ferðum og hólí mólí, þessi var svakalegur!! Aðalgatan í þorpinu er ekkert svakalega stór, en markaðurinn nær meðfram henni að stóru leiti.  Það sem meira er, hann er að megni til yfirskyggður, þar sem mikið er sett upp af skyggnum og tjöldum – sem gerir þetta að fremur notalegri stemmingu að rölta þarna…
…og ef þið eruð einhversstaðar nærri – þá bara mæli ég með þessu af öllu hjarta…
…þarna má finna nýtt og gamalt í bland…
…og ég, ég varð strax heilluð…
…gamalt gler, lofit…
…sjáið þið bara myndirnar!  Þessi með krossunum var alveg að heilla mig…
…mikið af íkonum og öðru trúarlegu…
…ég meina markaður undir gamalli brú – ég er bara sátt sko…
…& risastórt…
…fannst reyndar þessir hausar frekar krípí…
…þessi stóru leirker og skálar…
…og kúabjöllurnar, í öllum stærðum – þær eru æði…
…alvöru, gamlar og notaðar…
…það sem mig langaði að taka hana Maríu og skápinn hennar með heim!  Þessi kostari bara 80e…
…stemmingin handan brúarinnar…
…ég átti líka örlítið erfitt með að skilja þessa eftir.  Þetta er Lladro stytta sem minnti mig ansi mikið á dótturina og Molann…
…alls konar lampar…
…og þessir hérna – þeir voru brothættir og ég þorði ekki að taka sénsinn, en kostuðu bara 30e…
…gamlar ljósmyndir og bíókort…
…og gömlu bækurnar, allar gömlu bækurnar…
…þessi hérna Jesú bróðir besti, hann var líka nánast kominn í fangið á mér.  Þar til ég fór að reyna að sjá fyrir mér hvar í ósköpunum ég ætti að koma honum fyrir…
…allt fullt af “ekta” design veskjum…
…þessar skúffur!
…og hurðarnar!  Hvað ég hefði gefið fyrir hurðarnar sko!
…eiginmaðurinn spáði í brynjunni og stakk upp á að fara bara heim í henni – þetta líkar mér, hugsa í lausnum 🙂
…íslensk hjón…
…svo fallegur kross…
…svo fann eiginmaðurinn mótorhjólajakka…
…fullt af skarti…
…þið sjáið þetta bara, það er ekki bara eitt sem grípur augað…
…þarna er alls konar – myndir og töskur og hnettir og lampar og styttur, allt á þessari einu mynd…
…alvöru markaðsstemming…
…geggjaðar tréskúffur…
…og stólar…
…sumir eru ekki bara að koma með smámuni…
…og þessir, jeminn eini þessir!  Þetta voru svona ekta, gamlir gluggar með járnskrauti og hlerum…
…ef þeir hefðu ekki vegið heilan helling, þá hefði ég svo sannarlega tekið einn með heim…
…talnabönd, krossar…
…meira skart…
…geggjuð tréföt…
…og myndirnar…
…bláa og hvíta leirtauið – svo spænskt…
…geggjaðir kassar fyrir Harry Potter-aðdáendur, merktir Hermione og væru svo flottir fyrir bækur og annað slíkt…
…stór tréskilti, m.a. með klassískum teiknimyndasögum…
…og Litli Prinsinn…
…það er sumarfílingur í þessum…
…og klukkur, ég elska gamlar klukkur…
…en maður er alltaf smá hræddur við gamlar dúkkur – allt Chucky að kenna 😉
…ég hefði væntanlega getað fyllt tösku af gömlum bókum…
…svo fallegar myndir…
…hugsið ykkur bara þær gersemar sem leynast þarna undir þessum skyggnum, á hverjum laugardegi! Mamma mia…
…ég keypti mér m.a. annars þessa hérna…
…en mér fannst þeir alveg ótrúlega fallegir…
…annars vona bara að þið eigið yndislegan miðvikudag ♥ P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Markaður í Jalon/Xalo – vá….

  1. Magga Einarsdóttir
    20.07.2018 at 11:34

    Vá hvað þetta er æðislegur markaður sem þið fóruð á 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *