Það sem virkar bæði úti og inni…

…í seinasta pósti, þá endaði ég á þessari hérna mynd!
En eins og ég sagði þá, þá er þetta útikollur/borð frá Rúmfó og stór bastlukt frá þeim líka.  Þar sem það hefur verið ansi lítið af sumarveðri hér á landinu okkar undanfarið, þá fór ég að hugsa um svona útihúsgögn og hluti, sem að ganga jafnvel innanhúss.  Þið vitið, svona multifunctional.
Hér kemur því póstur með utandyragóssi, sem dugar rétt eins vel innandyra……hér eru því nokkrir hlutir sem ég fann á heimasíðunni þeirra sem mér fannst passa fullkomlega á pallinn, en myndu samt ganga eins vel innandyra…
********************************************************************
…hér er t.d. svipuð lukt og ég sýndi áðan og steypukollurinn.  Þar að auki eru glös með loki alveg snilld á pallinn, en líka bara fyrir booztið, og svona bastkörfur eru alltaf snilld.

Vann – Kollur
Krusflue – Glas með loki og röri
Steiner – Bastkarfa
Willow – Lukt
********************************************************************
…vefnaðarvara gefur svo mikinn karakter, þú getur verið með einfaldasta sófa í heimi, en ef þú raðar á hann réttum teppum og púðum þá getur hann orðið súper spennandi.
Hér eru því nokkir púðar og teppi sem eru snilld inni og úti.

1.Turt – blár og doppupúði
2. Linbendel – teppi
3. Ryllik – sægrænn púði
4. Engfiol – ábreiða
5. Taks – gærur
6. Vandiris – púði
7. Nelikke – púði
8. Graphic – púði
9. Lingon – ábreiða
********************************************************************
…útihúsgögn geta sko vel staðið inni líka.

Bekkurinn með bakinu væri æðislegur á ganginn, bambuskollurinn væri snilldar blómasúla, stólinn væri æðislegur með gæru í stofunni og litla svarta hliðarborðið getur staðið hvar sem er. Grái og svarti bekkurinn er líka sérlega flottur og myndi sóma sér víða, og blómakassinn – hann er æði.
1. Hvide Sande – svartur bekkur
Hvide Sande – hvítur bekkur
Hallkevad – hvítur bekkur
2. Stool – bambuskollur
3. Gjerlev – stóll
5. Idre – svart hliðarborð
6. Outrup – bekkur
7. Kvinandi – Blómakassi
Pósturinn er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn.

2 comments for “Það sem virkar bæði úti og inni…

  1. Guðný Ingibjörg Einarsdóttir
    26.02.2023 at 20:52

    hæhæ hvar fæst þessi hvíti útibekkur kv

    • Soffia - Skreytum Hús...
      27.02.2023 at 03:15

      Allar vörurnar eru frá Rúmfó, en pósturinn er frá 2018 og því ekki fáanlegar í dag. En sumarvörurnar fara að koma í verslanirnar á næstu vikum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *