Innlit í Tiger – Smáralind…

…í seinustu viku tók ég smá rölt í Smáralind og sýndi á snappinu.  Það voru svo ótal margir sem tóku skjáskot af hinu og þessu, þannig að ég ákvað að skella þessu hingað inn líka. Þetta hérna stell finnst mér svo fallegt, pastellitir og gaman að blanda þessu saman……geggjuð geymslubox…
…eins fannst mér þessi hérna tekatlar mjög sætir…
…krúttleg páskaegg, auðvitað í pastellitum…
…ga ga ga…
…egg til upphengingar…
…alltaf sætir svona keramik eggjabakkar…
…það er alltaf gaman að svona eggjum sem maður getur sjálfur skreytt, sett innan í fjaðrir og annað slíkt…
…meiri egg til upphengingar…
…þessi er krúttaraleg til þess að setja inn hvað sem maður vill – t.d. handa þeim sem ekki vilja súkkulaðiegg…
…það er nú alltaf svoldið yndislegur þessi pasteltími…
…awwww – krúttaralegir mjúkir ungar…
…skemmtilegar lengjur til upphengingar…
…eins og þið sjáið hérna…
…flottar körfur – gæti td verið flott fyrir hreinlega krakkaskó í forstofu…
…allt sem er hvítt hvítt finnst mér vera fallegt, í svona postulíni…
…postulíns “teikaway”…
…sem sé hitt og þetta skemmtilegt.  Svo næst, Söstrene 😉

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *