Innlit í Byko Breiddinni…

…eins og þið sáuð eflaust á snappinu, þá var ég á rölti með krakkana í Smáralindinni, eftir það ákváðum við að rúlla aðeins við í Byko í Breiddinni……en það er einmitt ótrúlega flott heimilisdeildin þar…
…en fyrst var það þetta sem ég rak augun í…
…þessir fannst mér ferlega sætir – svo fallegir á litinn…
…fullt af fallegum servéttumpökkum, og mjög ódýrir.  Sniðugt t.d í fermingarnar…
…þessar eru ekki mjög háar, kannski 25cm, en mjög sætar.  Sé alveg fyrir mér smá skart í þessum…
…flott kerti, alltaf hægt að nota þau…
…og alls konar hvítt leirtau, en ég er alltaf svo hrifin af því.  Svo gaman og auðvelt að blanda saman ólíku ef það er allt hvítt…
…sá fyrir mér að setja t.d. páskaegg og skraut í svona, til að gefa krökkunum í páskagjöf…
…með sannari skiltum sem ég hef séð lengi 🙂
…fyrir konur sem eiga of marga púða, þá er gott að eiga margar körfur til að geyma þá í…
…og svo af markaðstorginu, og í heimilisdeildina…
…æðislegar myndir – fermingargjafir?
…hringspeglar, og flottar luktir…
…svo er það ég og klukkurnar.  Ég á greinilega við margvísleg vandamál að stríða í minni söfnunaráráttu…
…húsahillan er ferlega flott…
…svo gaman að sjá litina sem eru að koma inn – það er að koma vor, það er þarna handan við stormana 124 og vetrarhríðina sem við eigum samt enn eftir 😉
…ótrúlega flottir blómastandar…
…og enn fleiri týpur – geggjaðir…
…þessi hilla/snagi er líka snilld.  Svona er geggjað í þvottahúsið eða bílskúrinn, fyrir hjálmana og bara allt þetta dóterí fyrir krakkana.  Td. bara fyrir íþróttapokana…
…og vissuð þið að þarna fást Múmínbollar og skálar á frábæru verði, alltaf að læra eitthvað nýtt…
…oh my – come to mama…
…flott fyrir eldhúsáhöldin…
…eins og hér…
…og meira segja pönnur í fallega litinum “mínum”…
…alveg geggjuð stór trébretti, myndu passa fyrir pizzu…
…og ávaxtaskálar…
…þessi mynd er því miður smá hreyfð, en lamparnir of flottir til að sýna þá ekki…
…ég er alveg ótrúlega hrifin af þessu ljósi.  Er í fyrsta sinn í mörg ár að fá fiðring að skipta úr borðstofuljósinu okkar…
…enda er ofsalega mikið úrval þarna…
…og svo arnar! Næs 🙂
Hvað er ykkar uppáhalds? Ég er alveg veik fyrir þessu ljósi yfir borðstofuborð, og svo er ég mikið að hugsa um trébrettið
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Innlit í Byko Breiddinni…

  1. Margrét Helga
    01.03.2018 at 15:25

    Rölti þarna um síðasta sunnudag með manninum mínum…sá helling en keypti bara blöndunartæki í baðkarið, krana í eldhúsvaskinn og loftljós í eldhúsið…ef ég hefði verið með börnunum þá hefði kannski eitthvað fleira laumast ofan í körfuna 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *