Blómastafur – DIY…

…stundum fær maður sniðugar hugmyndir, bara svona á seinustu stundu.

Pósturinn er unninn í samvinnu við Blómaval…

Það gerðist einmitt núna fyrir afmæli en ég var inni hjá dótturinni og rak augun í staf sem að stendur ofan á hillunni hennar.
Þessi stafur var reyndar keyptur erlendis.  En það eru til pappastafir, t.d. í Föndru og í Panduro og það væri hægt að skera þá upp, fóðra með t.d. vitawrap-i eða álpappír og nota…

…ég kippti honum því niður og jú, eins og mig minnti þá var hann holur að innan og úr svona áli, þannig að það var alveg kjörið að nota hann í blómaskreytingu.  Því að það kemur auðvitað ekki að sök að horfa á V-ið aftan frá sér, jú sí……þannig að ég fór í Blómaval og fékk mér Oasis, fyrir fersk blóm.  Það er nefnilega mjög mikilvægt að velja réttan Oasis, en hann er til bæði fyrir fersk blóm og fyrir þurrskreytingar…
…síðan set ég bara vatn í vaskinn og læt kubbinn detta ofan í.  Nú kemur það mikilvæga – ALLS EKKI ýta á eftir honum – það er hrikalega freistandi, en neineinei það er bara bannað…
…það þarf nefnilega að leyfa honum að drekka í sig í rólegheitum, til þess að hann sé í lagi…
…síðan var bara að skera þetta til ofan í stafinn.  Þið getið líka ímyndað ykkur þetta í hvað ílát sem er, hvort sem það væri skál eða bara stígvél af barninu til þess að gera skreytingu fyrir fermingu 🙂
…ég ákvað síðan að setja flatmosa að ofan og neðan, til þess að þurfa ekki að nota eins mikið af blómum.  Þið notið bara roman-nálar (fást í blómabúðum) eða einfaldlega blómavír sem klipptur eins og hefti og stungið í mosann og svo í kubbinn.  En það hefði verið betra að setja mosann líka meðfram hliðunum, því að það er ekki fallegt að sjá neitt í Oasis-inn…
…síðan var ég bara með nokkur svona ódýr rósabúnt, en það má auðvitað nota hvaða blóm sem er…
…hér voru t.d. Bouquet-rósir, þá eru nokkir litlir knúbbar á sama stilkunum, sem er snilld í svona uppfyllingarverkefni.  Það fer síðan eftir ílátinu hversu langur stilkurinn þarf að vera, en svona ca 3-5 cm er nærri lagi…
…svo er líka alltaf skemmtilegt að taka svona búnt og skipta bara í litla vasa…
…þar sem ég var líka með vönd í stofunni, þá fannst mér kjörið að nota aðeins út honum líka…

…og krusarnir eru alltaf snilld í allar svona skreytingar.  Þeir standa líka nánast að eilífu amen!
…og lokaútkoman var svo þessi:
…þetta eru ekki nákvæm vísindi og það er bara um að gera að hafa gaman af.  Púsla þessu saman eins og þér finnst fallegast.
…ég ákvað síðan að taka myndir þegar ég tók skreytinguna í sundur, en þá var hún að verða viku gömul…
…sýnir ágætlega hvernig að götin eftir stilkana eru ansi tilviljanakennd…
…en það sem er gott að hafa í huga er eftirfarandi:
* Passa að vera með réttan Oasis, Fresh flowers fyrir lifandi blóm!
* Vera með nóg af blómum, en passa líka að eiga uppfyllingarefni, eins og t.d mosann og krusana, jafnvel hægt að nota slaufur eða annað punt.
* Þegar að skreyting er unnin svona liggjandi, þá þarf að leyfa henni að standa í góðan tíma og leka úr henni.  Alls ekki stilla strax upp á dúk eða borð.  Hafa ofan í vaski eða á fleti sem má blotna.
* Það má vökva svona skreytingar með því að láta leka ofan í þær, en svo er líka hægt að úða vatni á blómin.
* Finna jafnvægi í blómunum, dekkri litir eru þyngri og þá þarf að dreifa þeim jafnt.
* Hafa gaman 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Blómastafur – DIY…

  1. Margrét Helga
    22.02.2018 at 10:16

    Ofboðslega fallegt!! Ætli það sé of seint að breyta nöfnunum á drengjunum mínum? J og G er ekki alveg að gera sig…. :/

  2. Birgitta Guðjons
    22.02.2018 at 11:06

    Þú ert einstök….gerir allt svo auðvelt og umfram allt fallegt…..takk fyrir að deila……njóttu dagsins…

  3. Sigrún Anna Jónsdóttir
    22.02.2018 at 11:43

    Vá !
    stórglæsilegt !! …..Eins og allir póstarnir þínir
    Elska bloggið þitt í tætlur ..og allt sem þú skrifar .
    Gefur milljón hugmyndir .
    Og Moli er dásemdar módel ..

    Takk fyrir 🤗

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *