Konudagur…

…á morgun er konudagurinn ❤

Pósturinn er unnin í samvinnu við Blómaval!

Konudagur er fyrsti dagur Góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar. Rétt eins og fyrsti dagurinn í Þorra er bóndadagurinn. Þann dag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn. Konudaginn ber ávallt upp á sunnudag.
…eins og þeir sem fylgjast með snappinu sáu í gær þá var ég í Blómaval í gær að skoða öll Konudagsblómin.  Konudagsvendirnir eru auðvitað mjög fjölbreyttir en ég tók eftir að vöndurinn “minn” er einmitt til þar núna.  Þessi hérna er nefnilega í miklu uppáhaldi hjá mér.
Stór og fallegur og allt blóm sem að standa mjög vel og lengi – ég fengið mér þennan orðið ansi oft, enda passar hann svo vel í vasann minn…
…ég fékk mér einmitt svona vönd um seinustu helgi fyrir afmæli dótturinnar.  Svo er líka svo skemmtilegt að vera með svona stóra vendi og hreinlega skipta þeim upp, með því að taka blóm og setja í fleiri vasa…
…mér finnst bara fátt fallegra en að vera með blóm í vasa…
…og auðvitað kertaljós með, það gerir extra huggó…
…og fyrir ykkur sem viljið fá svona stóran og fallegan vönd, þá er hægt að panta þá beint á vefverslun Blómavals, með því að smella hér!
Spurning um að gera það bara – svona fyrir okkur sem eigum ekkert sérstaklega von á vendi á morgun 😉
…annars er bara laugardagur og um að gera að reyna að gera eitthvað skemmtilegt og njóta – spurning um aðra rómantíska Sorpuferð ❤
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Konudagur…

  1. Margrét Helga
    19.02.2018 at 22:05

    Áttum brúðkaupsafmæli á laugardaginn og svo konudagurinn á sunnudaginn…fékk einn risastóran blómvönd fyrir báða dagana 😉 ..og súkkulaði 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *