Forsmekkur að strákaherbergi…

…loksins er það tilbúið!  Tók helst til lengri tíma en við ætluðum, en er það ekki oftast raunin 🙂
En útkoman var eins og við höfðum planað, sem er snilld og það sem skiptir öllu máli – litli maðurinn er alsæll og unir sér löngum stundum sitjandi við skrifborðið sitt.

Hér koma svo nokkrar myndir – síðan koma sérpóstar um málningarvinnu, Ikea-hack x2 sem við gerðum og auðvitað hið sívinsæla, hvað er hvaðan!
…í sjálfu sér var lítið gert af pjatti þarna inni, hver hlutur er með tilgang…
…mikið uppáhalds eru auðvitað rendurnar á veggina og eru þvílík snilld – þó ég segi sjálf frá…
…mér finnst þetta breyta alveg hreint ótrúlega miklu…
…skrifborðsskipulagið.  Þar sem borðið er ekki mjög djúpt, þá er fínt að vera með svona vegghengda hillu, sem tekur tekið dót sem annars tæki pláss af borðinu…
…svo er það auðvitað allt dótið – það þarf að koma því fyrir einhversstaðar og þetta var lausin okkar.  Hillur málaðar í sama lit og veggurinn…
…á veggjunum hangir skraut, sem að m.a. var verslað í USA fyrir tveimur árum – ekki ráð nema í tíma sé tekið sko 😉
…og við byrjum og endum á sama stað – með honum Mola!
Hvernig lýst ykkur á, viljið þið ekki alveg sjá meira?
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

11 comments for “Forsmekkur að strákaherbergi…

  1. Anonymous
    08.02.2018 at 09:02

    Hvaðan er heimskortið? Flott herbergi.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.02.2018 at 08:23

      Takktakk – það fékkst í Hagkaup í Garðabæ, en það var reyndar fyrir jól.

  2. Jóna Kristjánsdóttir
    08.02.2018 at 09:41

    Fallegt, greinilegt að Moli telur sig eiga þetta herbergi

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.02.2018 at 08:23

      Haha, eins og reyndar flest herbergi í húsinu 😉

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    08.02.2018 at 20:36

    Jú takk alveg endilega 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.02.2018 at 08:23

  4. Anna
    09.02.2018 at 05:56

    Eins og allt sem þú sýnir “okkur” allveg dásamlega fallegt 💙

  5. erla
    09.02.2018 at 12:01

    Játs meira takk! Mig langar að vita hvaðan vegghengda hillan og gardýnurnar 🙂

  6. Greta
    09.02.2018 at 16:16

    Þetta er virkilega vel heppnað 🙂
    Ég vil endilega sjá meira!

  7. stefanía
    09.02.2018 at 20:37

    Vá fallegt… rúmteppið hvar fékkstu það?

  8. Margrét Helga
    11.02.2018 at 09:11

    Allt mjöööög flott eins og ég hef sagt áður…algjörlega gordjöss gauraherbergi….

Leave a Reply to Soffia - Skreytum Hús... Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *