Kózý svefnherbergi í Rúmfó…

…ok, allir vilja eiga kózý svefnherbergi, það er bara bráðnauðsynlegt!
Ég setti saman í moodboard herbergi sem var að virka mjög huggó með vörum úr Rúmfó……nú síðan fór ég bara upp í Rúmfó á Bíldshöfða og setti herbergið upp þar.  Þannig að ef þið hafið áhuga, þá er hægt að sjá þetta allt þar…
…ég verð að segja að ég er bara mjög ánægð með hvernig þetta kom út ♥
…ég fæ svo mikið af skilaboðum frá ykkur úti á landi, um það hvað ykkur langi líka að sjá svona fínt í ykkar Rúmfóbúð og datt í hug að reyna að gera þetta svona.  Taka saman lista með því sem notað er, og set svo hlekkina hér fyrir neðan, þannig að það er auðvelt fyrir ykkur að nálgast það sem þið eruð spennt fyrir…
1. Moss sængurver
2. Berberis púði
3. Egelev skemill með geymslu
4. Kongsspir ábreiða
5. Kazo rúm – nokkrar stærðir
6. Them fartölvustandur
7. Hirsholm rúmteppi 
8. Lone snyrtiborð
9. Farstrup kollur
10. Kongsspir púði
11. Kronborg koddaver
12. Aksfrytle motta
13. Ragnar stór spegill 196x135cm…er það ekki draumur annars að fá svona morgunmat í rúmið?  Þetta er reyndar fartölvuborð, en hver segir að það sé ekki hægt að nota það fyrir bæði?
Svo er hægt að leggja fæturnar alveg að og bara renna undir rúm eða upp á rönd inn í skáp… …bleiki liturinn er síðan alltaf jafn fallegur með gráum og hvítum…
…og þessi motta gerir allt kózý.  Hér eru tvær settar saman og ef þið snúið þeim rétt, þá sjást varla samkeytin (rétt eins og ég gerði hérna í ágúst síðastliðnum – smella)
…bakkaborðið þarna er líka mjög fallegt, en ég fann það því miður ekki inni á netinu.  Fann ekki heldur gæruna, en það er bara hægt að hringja í vefverslun eða í búðina og spyrja um þetta…
…snyrtiborðið er líka fallegt og nett, ætti að vera hreinn draumur fyrir marga…
…og eitt af uppáhaldinu mínu eru síðan sængurverin, þau eru æææææði!  Hvít með gráum fjöðrum – luvit…
…ég setti síðan upp þrjú önnur rými til viðbótar – sem mig langar að deila með ykkur, ef þið eruð spennt fyrir því? Annars segi ég bara góða helgi elskurnar – vona að hún verði ykkur ljúf og góð ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Kózý svefnherbergi í Rúmfó…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    03.02.2018 at 23:20

    Já takk það væri gaman að skoða fleiri rými 🙂

  2. Margrét Helga
    05.02.2018 at 22:34

    Væri til í að eiga helling úr þessu svefnherbergi….fylgir þjálfun fyrir eiginmenn með bakkanum? Nokkrar kennslustundir í að færa eiginkonunni morgunmat í rúmið? 😛 Ég hef alveg fært mínum morgunmat í rúmið þannig að ég kann það 😉 Og það er alltaf gaman að sjá það sem þú gerir….bring it on 😉 Hlakka til að sjá hin rýmin 🙂

Leave a Reply to Sigríður Þórhallsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *