Innlit í Húsasmiðjuna…

…ég fæ alltaf svo mikið af skilaboðum, sérstaklega frá þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, um það hversu gaman þær hafa af að sjá í búðir.  Mér datt því í hug að gera líka innlit í Húsasmiðjuna, sýna ykkur baðherbergisinnréttingar og eitt og annað.  Gjössvovel!

Ferlega flott innrétting, svona vegghengt er alltaf æðislegt upp á þrif að gera, og svo er líka alltaf hægt að bæta við flottum stórum körfum undir fyrir handklæði – nú eða bara óhreint tau…
…þetta baðkar finnst mér alveg hreint ææææði…
…mikið held ég að það sé gott að mála sig við spegla með svona baklýsingu…
…speglaskápar eru snilldarnýting á plássi…
…nei sko, nútímaútfærsla á svona kúrekabala – ef þið vitið hvað ég meina 🙂
Myndaniðurstaða fyrir lucky luke bath
…ótrúlega flottur hringspegill…
…töff að vera með bleikt baðherbergi…
…Star Wars-spegill?
…sturtuhorn!  Við erum bara búin að búa hérna í 10 ár – og það sem okkur vantar til þess að nota sturtuna er svona gler!  Alveg hreint ótrúlegt hvað maður getur látið litla hluti taka langan tíma…
…stílhreint og fallegt…
…og nær að vera stílhrein en samt svo hlýlegt út af vegglitinum….
mitt tips fyrir baðherbergi:
Flísa allt sem þarf að flísa og skilja restina eftir og mála.  Þá er hægt að mála bara í sama lit og flísarnar, og blekkja þannig augað eins og allt sé flísað, nú eða breyta til með málningu og auðvelt að hengja á veggi skrautmuni.
…falleg innbyggð blöndunartæki…
…ferlega töff innrétting…
..allir þurfa dollur sko 😉
…beint í eldhúsið og flottu blöndunartæki fyrir vaskana…
…nóg úrval…
…Tips fyrir eldhús:
Hafa vaskinn nógu stóran til þess að koma bökunarplötunum ofan í hann!
Tips fyrir eldhús #2
Hafa vaskana niðurfellda í borðplötuna, auðveldar þrif í kringum vaska!
…ég er enn að leita að ljósi við útihurðina hjá okkur og mér fannst þetta ansi skemmtilegt.  Svona smá módern útgáfa af gamalli klassík…
…eins eru alltaf skemmtileg ljósin sem gefa svona fallega skugga…
…það er næstum eins og veggfóður þegar að skuggarnir vakna á veggjunum…
…falleg veggljós…
…næstum eins og einhver kristalsveggormur, ansi fallegur…
…falleg í eldhúsið…
…sem og þessi – svona eyjuljós…
…nokkur svona hangandi saman gæti komið æðislega fallega út…
…svo má auðvitað skoða bara heimasíðuna hjá Húsasmiðjunni – smella hér!
Vona að þið eigið yndislegan dag ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Innlit í Húsasmiðjuna…

  1. Margrét Helga
    06.02.2018 at 08:54

    Það er eins og þú hafir fengið hugskeyti frá mér! Er einmitt að fara í blöndunartækja- og ljósaleiðangur fljótlega 😊 Takk fyrir þennan póst 😀

  2. Kristín Hólm
    06.02.2018 at 15:56

    Er rétt nýbúin að láta mála efri hlutann af baðveggjunum mínum bleika á móti ljósgráum flísum á neðri hlutanum. Ég er hoppandi kát með árangurinn 🙂

  3. Þóra
    22.02.2018 at 21:53

    Ekki veistu hvað kristalskastararnir heita? Finn þá ekki inni á husa.is Er að vona að það séu líka kúplar í stíl.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      24.02.2018 at 22:30

      Æji, sé það því miður ekki!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *