Blómlegt innlit í Blómaval…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Blómaval…

…enda er nauðsynlegt að fá og sjá smá svona grænt og blómlegt, í öllum kuldanum í janúar….orkídeurnar voru alveg æðislegar, og flestar með tveimur stilkum…
…og alveg ofsalega mikið af fallegum pottaplöntum og mikið á útsölu…
…litlar krúttaralegar Monsterur…
…þessar voru æði…
…krullukaktusar…
…það er eitthvað svo ferskt við svona falleg pottablóm…
…litlar og sætar…
…svo er líka hægt að kíkja inn á heimasíðu Blómaval og gera góð kaup í gegnum netið – sjá hér (smella)…
…mér finnst líka alltaf æðislegt að kíkja á blómin á blómamarkaðinum, og í þetta sinn voru liljur…
…og dásemdar túlípanar…
…og meira segja útsala á stórum rósum…
…þessir kertastjakar fannst mér æðislegir…
…ég er með eitthvað kertastjakablæti og augun leita ósjálfrátt í átt til þeirra 😉…mér fannst þessar stálskálar alveg geggjaðar……svo veit ég ekki alveg hvað er málið með mig og diska/bakka á fæti/hæðum, fæ bara ekki nóg…
…þessir eru svo töff…
…og Riverdale-línan er æðisleg…

…svo var ég mjög skotin í þessum vösum, mjög líklega af því að þeir líta út eins og könnur 🙂
…og ég stóðst auðvitað ekki að fá mér falleg blóm í vasa.  Svo veit ég fátt fallegra en að setja blóm í könnu…
…ég fékk mér líka lilju- og eucalyptusbúnt á blómatorginu og skipti þeim í tvo vasa…
…tvær í kúluvasann fallega…
…og ein í jólagjafavasann minn ♥
…það verður allt eitthvað svo mikið fallegra og ferskara með afskorin blóm í vasa…
…og blessuð sólin er farin að skína meira – og vá hvað maður hefur nú saknað hennar ♥
Annars vonum við Moli bara að þið eigið dásemdardag. miðvika og næstum alveg að koma helgi!
Knúsar ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

2 comments for “Blómlegt innlit í Blómaval…

  1. Margrét Helga
    31.01.2018 at 10:54

    Skil þig með kertastjakablætið 😉 Er alveg með þér í því 😀

  2. Anna
    31.01.2018 at 22:19

    Svo gaman að sjá að potta plöntur eru aftur komnar í “tísku” takk fyrir inn litið ég ætla skó að kíkja í Blómaval Egilstöðum á morgun 😉

Leave a Reply to Anna Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *