Innlit í þann Góða….

…á þriðjudaginn stökk ég inn í Góða Hirðinn og tók snöggann hring.  Hér er það sem ég rak augun í.
Það er eitthvað spennandi við þessi fætur á efra borðinu, væri hægt að gera snilldar svona hliðar/gangaborð.  Eins held ég að neðra borðið yrði alveg geggjað málað svart og með rustic borðplötu…
…þessi er nú voðalega fallegur…
…alltaf hægt að finna eitthvað sniðug skrifborð…
…þetta finnst mér ferlega krúttað, t.d. í stelpuherbergi…
…og þessi væri snilldardótakista…
…vantar veggarinn?
…ótrúlega lekkert, svona yfir snyrtiborðið…
…klassískir… …ég er ekki viss um margir fatti hvað þetta er fallegt.  En þetta er svona jólakúluhaldari frá Crate and Barrel…
…ég sjálf búin að eiga svona í mörg ár…
07-2014-12-24-144120
…krúttlegur diskur á fæti…
…þessi finnst mér æði – svo mikið æði að ég sé eftir að hafa ekki kippt henni með…
…ótrúlega rómó, og gæti verið geggjað að spreyja þá. Kostuðu held ég 250kr stk…
…dásamlega falleg þessi – fyrir sósuna – eða bara blómaskreytingu…
…beeeeeejútífúlt…
…þessi er ansi falleg…
…og ekki of snemmt að byrja að huga að jólum, eða hvað?
…fallegt í betri stofunni…
…awwwww alls staðar tek ég eftir ísbjörnum…
…þessar voru í nokkrum stærðum – sá þær fyrir mér sem skraut í eldhúsi, svona kántrískotið skraut…
…þessi ótrúlega falleg, með loki – og væri líka geggjuð með blómum í…
…og klassík fyrir sumarið!
Hvað er þitt uppáhalds? 🙂
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

6 comments for “Innlit í þann Góða….

  1. Kristín Hólm
    25.01.2018 at 08:37

    Gulu stólarnir myndu fullkomna breytingarnar á stofunni minni. En vegna mikillar fjarlægðar frá þeim Góða verða þeir ekki mínir, því miður.

  2. Greta
    25.01.2018 at 08:59

    Kertasjakarnir og náttborðið og jólakúluhaldarinn og og og
    Alltaf gaman að skoða innilitin í góða.

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    25.01.2018 at 10:20

    Jólakúluhaldarinn 🙂 hann er æðislegur 🙂

  4. Arna
    25.01.2018 at 11:24

    Sósukannan..awww…. Er hægt að verða ástfangin af sósukönnu? 😉

  5. Margrét Helga
    25.01.2018 at 11:30

    Alltaf svag fyrir kertastjökum…svo fannst mér skálin með lokinu líka mjög flott 🙂

  6. Birgitta Guðjons
    25.01.2018 at 23:58

    Alltof langt í þann “Góða”…..e.t.v eins gott held að freistingarnar yrðu ansi margar…..alltaf gaman að taka rúnt með þér…ert líka svo nösk á það fallega…takk, takk fyrir að bjóða mér með…..

Leave a Reply to Sigríður Þórhallsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *