Ferming – herbergi #3…

……eru fermingarnar í fullum gangi, og það þykir klassísk og góð gjöf að nota tækifærið og uppfæra herbergi fermingarbarnanna.
Mér datt því í hug að gera nokkra pósta sem gefa tillögur að herbergjum, sem gætu gefið ykkur vonandi góðar hugmyndir. Ég notaðist við heimasíðu Rúmfatalagersins við gerð þessa pósts.

Hér er herbergi #3

Þetta herbergi var sett upp með dömu í huga, en það þyrfti svo sem ekki að gera miklar breytingar til þess að gera það fyrir herra.
Veggirnir eru hugsaðir í litinum Syfjaður, úr Litakorti Frk. Fix hjá Slippfélaginu.
Ég setti inn skilrúm, sem er oft hægt að nota til þess að stúka eitthvað af, en það væri líka hægt að nota það hreinlega sem rúmgafl og veggfesta það.
Gluggatjöldin eru gólfsíð og gefa kózýstemmingu og rúmteppið er í stíl.
Það er líka hægt að snúa teppinu við og hafa það grátt.
Hillurnar eru mjög opnar og leyfa því litinum á veggjunum að njóta sín.
Motta á gólfi og sitthvað af smáhlutum gefa síðan stemmingu.

Hér sést síðan sundurliðað fyrir hvern hlut fyrir sig og með því að smella á heiti hlutarins er hægt að skoða hann á síðu Rúmfatalagersins…
1. Fonno gardína
2. Gabi sængurver
3. Uggerby hilla
4. Hanse taukarfa
5. Vista vasi
6. Torleif ljósakassi
7. Rosentre rúmteppi
8. Woodside skilrúm
9. Abbetev skrifborð
10. Fillip hangandi karfa
11. Love/Home mynd
12. Kalby bekkur
13. Sandarve púði
14. Draumafangari
15. Bleikvier púði
16. Balsatre motta
******
Síðan kom að því að ég var beðin um að breyta herberginu “mínu” í nýju Rúmfó-búðinni á Bíldshöfða og notaði ég þetta “herbergi” sem innblástur.
Veggirnir eru í öðrum lit, en þið sjáið svona nokkurn vegin hvernig þetta var eins og uppskrift.  Þannig að hér sjáið þið það uppraðað…
…hér var bekkurinn færður frá skrifborðinu og við enda rúmsins, þar sem hann átti að standa…
…mér finnst alltaf snilld að koma fyrir hægindastólum, eða kózýhornum, í unglingaherbergjum.  Þar er hægt að sitja og lesa, og bara aukasæti fyrir vini…
…mér finnst reyndar rúmið æðislegt og það kemur minnst í stærðinni 160cm…
…þessi ruggustóll er geggjaður…
…púðar og gæra gera kózý stemmingu á bekkinn…
…og svo er það smápuntið…
…og hér er hillan sem kemur svo fallega út á svona dökkum vegg, hún er svo opin og nýtur sín vel…
…svo væri hægt að bæta við spegli fyrir ofan skrifborðið ef eigandinn vildi snyrtiborð…
…skemmtilegt að blanda saman mynstrum…
Hér er síðan mood-board fyrir herbergið, eins og þið sjáið það uppraðað hér að ofan…
Hér koma síðan beinir hlekkur og þið getið smella á nafnið til þess að komast beint á síðuna og skoða nánar:
1. Abbetved skrifborð
2. Agata sængurver
3. Egedal bekkur
4. Kongsspir ábreiða
5. Geometrik mynd
6. Sandarve púði
7. Messina stóll
8. Victoria rúm
9. Kaare sería 
10. Ilbro vegghillur
11. Berberis púði
12.  Geometrik mynd
13. Koddaver í lit 
14. Fonno gardína
15. Abraur gardína – silfur
16. Rosentre rúmteppi
17. Nebel ruggustóll
18. Balsatre motta
19. Berberis púði
20. Hanse taukarfa
21. Pandora spegill með skartgripaskáp

11

…svo getið þið farið upp í Rúmfó á Bíldshöfða og kíkt á þetta herbergi ef þið viljið 🙂

Smellið hér til að skoða herbergi #1
Smellið hér til að skoða herbergi #2

Annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Ferming – herbergi #3…

  1. Margrét Helga
    03.04.2018 at 12:37

    Vildi óska að ég hefði örðu af smekklegheitunum þínum og útsjónarsemi í uppröðun og samsetningu…. 🙂 Geggjuð herbergi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *