Moppe skúffueining – fyrir og eftir…

…snilldarlegt DIY sem ég fann á netinu sem heillaði upp úr skónum.
Ódýrt og einfalt og auðveld að breyta þannig að það henti hvaða herbergi, eða þema sem er.  Þetta er mér sérlega hugleikið þar sem ég er búin að vera í miklum pælingum fyrir barnaherbergi.
Í þetta DIY þurfið þið:
* Moppe – skúffueiningu frá Ikea, eða sambærilega – sjá hér.
* Gamalt kort eða gjafapappír, einnig væri hægt að nota ljósmyndir
Mod Podge – lím
* Bæs eða málningu eftir eigin smekk

* Leður til þess að útbúa höldur (sniðugt að nota gamalt belti eða bara ól af tösku), einnig væri hægt að nota aðrar litlar höldur eftir smekk.

Aðferð:
Skúffurnar eru teknar út og þeim snúið við, þannig að gatið snúi aftur.
Setja skúffurnar á kortið og sníða út eftir hverri.
Bæsa kassann eða mála
Setja Modpodge yfir skúffurnar, setja kortið á með Mod Podge á baki, og strjúka varlega yfir.
Í lokin gæti verið fínt að fara aftur yfir með ModPodge-límlakkinu.
Annar möguleiki er líka að fara aðeins yfir með smmmmááá svartri málningu á kantana, svona til þess að elda þetta enn meira.

Nánari leiðbeiningar og myndir – smella hér!

Ábending: Það eru til mjög fallegur vintage gjafapappír í MyConceptStore og líka í Geysi, með svona gömlum kortum.

Photo credit via Claire of Pillar Box Blue 

1 comment for “Moppe skúffueining – fyrir og eftir…

  1. Margrét Helga
    25.01.2018 at 11:25

    Bæði flott og einfalt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *