Bekkir…

…bekkir eru snilld!

Þeir eru eitt fjölhæfasta húsgagnið sem þú getur fengið þér, flottir við enda rúms, við borðstofuborðið, í forstofunni, á ganginum – og í veislum verða þeir auka sæti hvar sem vantar!  Ég fór yfir nokkrar flotta bekki sem ég fann hér og þar! Athugið að alls staðar er hægt að smella á feitletraða heiti bekkjarins til þess að komast að því hvar hann fæst og hvað hann kostar 🙂

Virkilega flottur ljós eikarbekkur – KALBY

…svartur og stílhreinn – VIRUM

…þessi er með fallegu gráu áklæði – EGEDAL

…fallegur og tímalaus – ASTA
Bekkur svartur
…svo sérlega fallegir þessir hérna – bæði í bleiku og bláu – AUBREY
…þessi er æðislegur við enda rúms – GERACE
…rómantískur – IGUALA
…mér finnst þessi æði – langar að mála svona svartann – NORRAKER
…stofulegur og flottur – STOCKSUND
…ekta eldhúsbekkur – MÖCKELBY …þessi væri flottur í unglingaherbergið – EKEDALEN.

Áttu kannski bekk heima hjá þér? 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Bekkir…

  1. Margrét Helga
    22.01.2018 at 16:22

    Þessi póstur kom einmitt á réttum tíma…erum að pæla hvort við eigum að fá okkur bekk í eldhúsið frekar en stóla við eina borðhliðina… 🙂 Takk!

Leave a Reply

Your email address will not be published.