Innlit í Blómaval…

…var á snappinu í gær, og ég ákvað að vista niður nokkrar myndir og birta þær hér!
Ég var nefnilega að benda á það um daginn að það er svo kjörið að nýta útsölurnar og kaupa þá hluti sem “þarf” fyrir jólin næstu, og sjálf hef ég td. alltaf nýtt mér útsölurnar og keypt mér seríur fyrir næstu jól og jafnvel ýmislegt annað sem flokkast getur sem “bráðnauðsynlegur óþarfi”. Núna er t.d. 40% afsláttur af jólavöru um 25% af gjafavöru, servéttum og kertum.

Þessar stjörnur finnst mér hreint geggjaðar!  Vá hvað ég sé þetta fyrir mér í stofugluggum.
Stjarnan í vefverslun – smella
…og bara almennt seríur…
…allt fyrir jólaþorpin…
…síkátir sveinar…
…geggjaðir gervikransar – svipaður hér
…flott gerviepli – mjög falleg í glerkrukkur…
…aðventustjakar – fallegir að skreyta fyrir jólin…
…snjósprey, gervisnjór og glimmer helst vel á milli ára…
…álform í kertastjaka…
…fallegar gervigreinar…
…þetta er mitt uppáhalds í jólakúlunum…
…dásamlegir toppar á tréð…
…æðislegar kúlur…
…svo fallega vintage…
…ótrúlega flott stór hreindýr, t.d. setja eitt svona hjá ljósastjörnunum á fyrstu myndinni…
…kertahús – smella
…þetta er ekki bara jóla, en er þó jólavara að ég held.
Veggskraut – smella..
…Raz hreindýrin eru svo falleg.
Fást hér – smella
…sem og burstatrén.
Raz-burstatré – smella
…ok ef ég væri ekki í nokkuð sjálfskipuðu trjábanni sökum stöðugra timburmanna, þá myndi ég svo sannarlega fá mér þessi tvö Raz-tré…
…eins eru þessir æææði, og alls ekki bara jóla…
…þessar eru enn til, en bara örfáar…
…fallegar gervi furulengjur – smella
…yndislegir stjörnustjakar…
…ferlega flott körfuhliðarborð…
…risaveggklukku – lofit ♥
…ofsalega flottir lampar…
…og svo margt fallegt frá Riverdale…
…blómamarkaðurinn er snilld.  Ecalyptus-búntin á 1490kr með 5 greinum…
…dásamlegar liljur…
…og krusar, og þeir standa alveg ferlega lengi…
…inni í blómakælinum er síðan líka hægt að fá alls konar afskorin blóm og blönduð búnt…
…geggjgað risabakkaborð…
…svo flottir svona leður “fiðrildastólar” – smella
…þessir hérna eru bakkar, en mig langar eiginlega bara að setja festingar aftan á þá og hengja upp á vegg.
Það er nefnilega svo gaman að hugsa útfyrir kassann eða kannski frekar hringinn í þessu tilfelli.
Vona að þið eigið yndislega helgi ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published.