2017…

…var skrítið ár! Afskaplega skemmtilegt á marga vegu, og að sama skapi sorglegt.
En ég vara þó við strax í byrjun! Þessi póstur er laaaaangur og allt sem er feitletrað eru hlekkir á fyrri pósta.
Árið byrjaði vel, við kynntumst þessu hér
…og hann kom heim og hitti Storminn, sem varð mjög spenntur…
…og þeir náðu bara vel saman…
…og þessi tvö voru alveg heilluð…
…svo ekki sé minnst á mömmuna…
…og jeminn eini, hann var svo lítill…
…ég fékk nokkra blaðamenn í heimsókn…
…og veturinn réði ríkjum…
…en við vorum bara í sæluvímu…
…nánast í barneignarfríi með Molann…
…sáum fljótt að hann var með aðrar þarfir en Stormurinn…
…en þrátt fyrir stærðarmun, þá voru engin vandamál með þá tvö saman…
…við héldum stelpuafmæli
…meira knús…
…æji jeminn, eyrun á honum hafa lengst svo mikið 🙂
…en ok – ég gerði líka einhver DIY
….awwww eins og selur í baði…
…elskulegu krúttkallarnir…
…svo kom einn stórkostlegur snjódagur, þar sem allir voru fastir heima vegna færðar…
…Stormurinn var alveg að fíla þetta í ræmur…
…aftur awww…
…forréttindin að búa svona í “sveitinni”…
…elskuðum að fara í dagsferðir upp á Akranes
…og almennt var þetta bara hundalíf…
…við breyttum aðeins í stelpuherberginu
…elsku kallinn minn ♥♥♥…
…göngutúrar í endalausum vetri…
…krúttaralegur stofupóstur
…skreytingar í fermingarveislu
…og stelpuherbergi sem ég er þvílíkt stolt af…
DIY á páskaeggjum
…og svo var loks komið að því – málað alrýmið okkar
…mikil aðstoð í boði…
…endalaust hjálpsamir þessir strákar okkar…
…og jesssúmaríaogjósep ástandið á heimilinu…
…en þetta tókst að lokum, og alrýmið varð draumgrátt!
…þvílíkur munur…
…þessir tveir alltaf bestu vinir  ♥ ♥
…og reyndar þessir líka…
…alltaf þegar ég er að vinna á skrifstofunni, þá var þetta félagsskapurinn fyrir neðan stólinn…
…en ég fór líka út og setti upp nýja verslun fyrir Lín Design
…þessir tveir sko…
…loks fórum við að geta notað pallinn, en dekkið kláraðist bara seint um haustið 2016…
…ég þreyttist seint á að mynda félagsskapinn…
…ég setti upp bás fyrir Rúmfó á Amazing Home Show
…og Costco kom til landsins með litlu kerrurnar…
…og skyndilega urðum við greifar og átum jarðaber í öll mál…
…þvílíka lífernið…
pallapóstarnir voru nánast endalausir…
…félagsskapurinn til fóta…
…litlar breytingar eins og hillur á gangi
…Molinn var að fíla pallinn…
…sem og Stormurinn…
…og alltaf verður maður jafn hissa á hvað þessi börn stækka mikið…
…var ég búin að minnast á Costco-ferðirnar…
…þessar voru sko duglegar að fara með mér þangað…
…en svo kom að sumarfríi – loksins…
…nokkra tíma flug og við vorum mætt í Paradís…
…alveg draumur…
…og allir alsælir og áhyggjulausir…
…kom á einn fallegasta stað sem ég hef komið á – Guadalest
heimilið birtist í þætti á Stöð 2
…gönguferðir í sumaryl…
…og dásemdar pikknikk og antíkmarkaður á Akranesi
strákaherbergi – fyrir og eftir
…ég varð víst líka árinu eldri…
…og furðulegur ísskápsskipulagspóstur fór á flug…
dekkið tók smá lit á sig, enda sumar…
…og dásemdardrengur varð árinu eldri…
…ég eignast loks íssbjörn, sérpantaðann frá Danaveldi…
…fyrst minnti hann mig á Raffann, en svo sá ég þessa mynd og ég held að þeir séu bara alveg eins…
…elskulegir sníkjukallar…
lítið borð málað
…og geggjuð stofubreyting, þó ég segi sjálf frá…
…sumri tók að halla og við fórum í fleiri göngutúra…
…þá naut þessi sín alltaf til fullnustu og þaut um holt og hæðir eins og eldibrandur, eða bara eins og Stormurinn sem hann var…
…besti vinur…
…fallegi hvíti haus….
…elsku mamma var 80 ára í ágúst…
…og haustið var komið með myrkrinu…
…birtan fór minnkandi…
…like-síða SkreytumHús á Facebook fór yfir 20.000 manns….
…en við ákvaðum að skella okkur til Parísar hjónin, í nokkrar daga…
og það var nú meiri dásemdin
…en skjótt skipast veður í lofti. Við komum heim seint á laugardagskveldi.  Á sunnudagskvöldi varð Stormurinn okkar orðinn lasinn…
…og við sáum strax að það var eitthvað mikið að hjá þessum elsku besta vini okkar…
…krakkarnir fengu því tækifæri til þess að kveðja elsku karlinn hérna heima…
…en við hjónin vorum hjá honum þar til yfir lauk.  Þessu átti ég alls ekki von á, og þvílíka sorgin sem það var að missa þennan elsku besta vin.  En ég er óendanlega þakklát fyrir að við vorum komin heim frá París þegar hann kvaddi – og ég skrifaði póstinn að kveðja
…við vorum því enn þakklátari fyrir að hafa litla Molann okkar hjá okkur, því að hann hefur verið mikil hjálp í sorginni…
viðtal í Birtu, fylgiblað með DV

…og áfram skal haldið…
lítill plattapóstur varð til þess að þeir seldust nánast upp á landinu 😉
hrekkjavökuskreytingapóstur
…og við settum nýja hurð á húsið og það varð næstum að nýju húsi bara…
…og nýtt “Korputorg” hjá Rúmfó opnaði á Bíldshöfða, og ég fékk tækifæri til þess að setja upp “íbúð”
afmæli fyrir júlíbarnið var haldið í nóvember, með vetrarþema…
…og við bökuðum piparkökur

…ég var gestaskreytir á Skreytingakvöldum Blómavals
…húsið var upplýst um jólin
…skellti mér til Glasgow í góðum félagsskap…
…og svo komu auðvitað allir jólapóstarnir í löngum bunum.  En sérlega skemmtileg heimsókn í Árbæjarsafnið stendur upp úr…
…hér var stilklað á stóru 2017, og mest bara á þessu persónulega.  Rétt eins og bloggið er allt saman, þá er þetta á persónulegu nótunum.  Ég er ekki að reyna/vilja vera einhver ofurtrendí súperskvísa, enda fell ég seint i þann flokkinn.  Það sem mig langar að gera hér, eins og ég hef gert síðastliðin 7 ár, er að hvetja ykkur áfram í að finna ykkar eigin stíl.  Í að segja ykkur að það eru ekki merkin sem að skipta höfuðmáli, heldur er það hvernig ykkur líkar hluturinn, hvaða tilfinningu er hann að kalla fram hjá ykkur?
Reynum að finna okkar eigi takt, og þegar hann finnst, þá er bara svo mikið einfaldara að dansa og hafa gaman.
…nú má líka fara að láta sér hlakka til að pakka niður jólunum og byrja 2018 með hreinan flöt! Það er alltaf gott.
Eigið yndislega laugardag ❤️
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “2017…

 1. Vala Sig
  30.12.2017 at 11:05

  Gleðilegt árið elsku besta, takk fyrir alla frábæru póstana

 2. Helga Sig
  30.12.2017 at 19:41

  Alltaf gaman og hreinlega styrkjandi að lesa póstana þína. Takk fyrir að halda þessu áfram.

 3. Elín Freyja Eggertsdóttir
  30.12.2017 at 20:42

  Takk fyrir allt. Það er svo dásamlegt að lesa póstana þína og fá hugmyndir. Vona að við eigum eftir að fá að njóta þeirra áfram. Takk fyrir mig og gleðilegt nýtt ár 🙂

 4. Guðrún Guðjónsd.
  31.12.2017 at 07:44

  Ég segi alltaf það sama: þetta er dásemd! TAKK óendanlega fyrir að gefa okkur hinum gleði og góðar hugmyndir og allt sem póstarnir þínir gefa. Takk fyrir þolinmæðina þína og óeigingirnina í þessu öllu saman. Takk fyrir að vera þú!
  Innilegustu óskir um gott, gleði- og gæfuríkt nýtt ár 🙂

 5. Kristín Hólm
  31.12.2017 at 10:19

  Gleðilegt ár og hafðu miklar þakkir fyrir alla fallegu og skemmtilegu póstana þína.

 6. Auður
  31.12.2017 at 14:46

  Gleðilegt nýtt ár 🙂
  Alltaf svo gaman að fylgjast með þér og fá hugmyndir 🙂
  2018 mun ég örugglega liggja yfir póstunum þínum og skreyta húsið mitt fallega 🎉

 7. Margrét Helga
  02.01.2018 at 13:21

  Greinilega viðburðaríkt ár hjá ykkur þar sem þó skiptust á sorg og gleði eins og við er að búast en það er alltaf erfitt þegar maður stendur frammi fyrir sorginni. Gleðlilegt nýtt ár elsku fjölskylda 🙂 Takk fyrir skemmtileg blogg á liðna árinu og enn skemmtilegra að spjalla við þig “live” í þau fáu skipti sem það gerðist 🙂
  Knús til ykkar. Megi nýja árið verða glimrandi gott og gleðiríkt!

Leave a Reply

Your email address will not be published.