Jólin hennar…

…í herbergi heimasætunnar eru jólin auðvitað líka.  Skrautið hefur nú væntanlega flest sést áður, en ég deili samt með ykkur nokkrum myndum, sem þið hafið vonandi gaman að……þar sem jólin eru nú kózýtíminn, og það er vitað að daman fer í bólið með nýja bók – þá ákváðum við bara að búa svona kasjúal um rúmin.  Svo það væri sem auðveldast að skríða upp í síðla kvölds…
…þessi hérna kom frá jólasveinunum og þykir mjög sætur…
…og daman fékk að velja sér nýtt sængurver fyrir jólin, og valdi þetta hérna með hjörtunum…
…þetta er sem sé krep-sængurverasett, sem þýðir að það þarf ekki að strauja, þannig að húrra!  Fæst hérna – smella

…annar af tveimur böngsum sem dóttirin bar heim frá útlöndum og tekur næstum helminginn af herberginu, eða svona næstum 😉
…og jújú, þarna er hinn – stóllinn er DIY-verkefni sem þið getið skoðað hér – smella
…en það sem að gerir auðvitað mesta jólabraginn á herbergið, er jólatréð.  En það er frá mömmu minni og pabba, og er snilld í svona barnaherbergi, langt og mjótt…
…jólakjóllinn var keyptur í Glasgow – ljósgrá blúnda með dökkgráu flaueli og gylltu bandi, ofsalega fallegur…
…og daman hefur gaman að því að skrifa lítil skilaboð á ljósaskiltið sitt…
…snjókarl, hreindýr, jólatré og baðbomba – allt eins og það á að vera…
…og smá myndagrúbba, og ein uppáhaldsmyndin er einmitt bambamyndin frá Gunnarsbörnum (smella)
…og þannig var þessi litli hringur…
…liturinn á veggjunum er sem fyrr Dömugrár frá Slippfélaginu…
…allt svolítið pastellitað og létt og ljúft…
…nóg af bókum fyrir bókaorminn…
…og ný mynd sem daman verslaði um daginn af afa sínum…
…nóg af bömbum í stólnum…
…og bara almennt dúllerí…
…en það er voða sætt að sjá inn í herbergið þegar gengið er eftir ganginum.
Vona að þið eigið dásemdardag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Jólin hennar…

  1. Margrét Helga
    28.12.2017 at 09:10

    Allt svo fallegt og jóló 🙂

  2. Anna
    28.12.2017 at 09:22

    Undur fagurt 💕

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    28.12.2017 at 16:56

    Alveg æðislegt herbergi 🙂

  4. 28.12.2017 at 19:39

    Oh what a precious little girls room!!!

  5. Sigurbjörg
    29.12.2017 at 09:43

    Yndislegt stelpu herbergi.

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *