Seinasta bæjarröltið…

…enda er Þorláksmessa mætt á svæðið.  Hér koma nokkrar myndir sem ég hef verið að sýna undanfarið, og kannski fáið þið hugmynd fyrir seinustu gjöfina.  Eða bara eitthvað auka handa ykkur sjálfum.
Ég átti leið um Húsasmiðjuna og þar sá ég þessa hérna Star Wars lampa, og þar sem þeir kostuðu bara um 2-3þús þá er þetta snilldargjöf……í Blómaval er kominn um 40% afsláttur af þessu verði sem þið sjáið þarna, og mér fannst þessi krukka fyrir smákökurnar æði…
…mjög sæt lítil álhús…
…stjörnukonan alsæl með þennan stjaka…
…þessi hérna er æði – og fellur undir jóladótið…
…yndislegar Alparósir…
…og orkídeur, mitt uppáhald…
…geggjaðir litlir kollar/hliðarborð…
…og þessi hérna er truflaður…
…fullt af flottum trébrettum…
…æðislegir “birki” kertastjakar frá Raz, smá glitur í þeim…
…awwww…
…uppáhaldskúlurnar mínar í ár…
…ótrúlega falleg glitrandi tré frá Raz líka…
…síðan datt ég inn í Vila – og átti erfitt með að skilja þennan eftir…
…sömuleiðis fannst mér þessi súper kjút – ég á við blómakjólavandamál…
…í Söstrene sá ég sætustu jólasokkana sem ég hef séð hérna heima í ár…
…og þessi hérna stjörnustjaki/bakki kom með mér heim frá Blómavali…

…síðan fór ég í Pier á Korputorgi og þar er kominn 70% afsláttur af jóladótinu…
…ótrúlega margt fallegt til, en ég fór bæði í Smáratorgið og Korpuna, og það var meira til á Korputorgi…
…þessi eru geggjuð…
…mér fannst þessi stóll æðislegur, sér í lagi með þessari gráu gæru og blómapúðanum…
…þetta líkar mér…
…ótrúlega fallegt lítið glerbox, æðislegt fyrir skartið – t.d. fyrir unga dömu…
…ferlega flottar bréfapressur…
…bókaboxin eru alltaf snilld fyrir gjafir – t.d. fyrir skart eða mjúka pakka…
…þessi var mjög stór og kostaði um 5þús.  Þetta er svona handa mömmu eða tengdó…
…annars vona ég bara að þið eigið notalega Þorláksmessu – knúsar ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *