Stóri pakkapósturinn…

…undanfarin ár hef ég alltaf gert innpökkunarpóst og það er víst ekki seinna vænna en að drífa í svoleiðis fyrir ykkur.  Líkt og áður þá er þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn og er allur pappír, skraut og efni fengið þaðan – nema að annað sé tekið fram.…í ár var ég sérstaklega að hrífast af öllum pastellitaða pappírinum.  Svo má auðvitað líka líta á það sem bónus að geta notað pappír áfram eftir jólin – smella hér
…og eitt tips til ykkar.  Kveikja á kertum og jólatónlist, gerir þetta ferli mun skemmtilegra…
…þessi bleiki og græni með trjám og greinamynstri var líka æði – sem og hvíti með bláu laufunum…
…þessi er líka snilld – svartur með gylltum stjörnum, en hann er mjög þykkur og hinum megin er hvítur bakgrunnur með stöfum og jólasokkum – bara snjallt sko…
…ég prufaði einmitt að pakka inn í hann með svörtu hliðina út, en klippti bara renning af hinni hliðinni til þess að setja utan með…
…ég var líka mjög hrifin af þessum gráa.  Þessi ljósgrái með trjánum í svörtu og gylltu er mjög svona klassískur, og sama má segja um þann dekkri með stjörnumynstrinu…
…fallegt…
…hérna ákvað ég nota t.d. bara svona flöffí garn sem ég fann í Rúmfó og binda utan um pakkann…
…satínborðarnir eru líka alltaf fallegir með á pakka…
…og klemmur geta verið snilld til þess að festa merkimiðana – smella hér
…ég er alltaf með augun opin fyrir jólaskrauti sem skemmtilegt væri að nota á pakka…
…þessi litlu jólatré koma t.d. 3 í pakka, svo voru líka til hjörtu og stjörnur.

 Mig minnir að þetta hafi verið 3 saman á um 300kr, og svo er komin afsláttur af þessu núna – sjá hér
…hér sjáið þið tvöfalda pappírinn…
…og ég stóðst ekki mátið að nota líka fallegu bílana með – sjá hér
…eins fannst mér þessir merkimiðar ferlega flottir.  Því ég verð að viðurkenna að mér finnst oft skemma að setja alls konar merkimiða með myndum á pakkana, þegar búið er að setja bönd og annað skraut…
…en þessir fannst mér vera passlega hlutlausir, og passa sérlega vel með svörtu satínborðunum…
…og reyndar líka með þeim hvítu……þetta fannst mér líka koma skemmtilega út.  En þarna var ég með mjúkan pakka og í stað þess að pakka inn í pappír, þá setti ég bara innan í púðaver.  Þá á viðkomandi púðaverið líka, þetta er í raun endurnýting og bara allt gott við málið. Þessi ver eru að kosta um 400 kr, þannig að mér finnst þetta bara súper – smella hér
…þessi hérna finnst mér líka æði, voru til stjörnur, jólatré, hjörtu – sjá hér
…koma virkilega fallega út á pakka…
…og hér sjáið þið líka að merkimiðarnir koma svo vel út með…
…og stjörnurnar…
…og þannig að heildarsvipurinn verður ca svona…
…ég ætlaði reyndar að pakka inn svo mikið fleiri pökkum, en náði að hrynja í þessa leiðindarpest og hef því ekki náð meiru í bili – þannig að þið eruð hér með vöruð við, það gæti komið annar póstur…
…en það er nú reyndar alltaf viljugir aðstoðamenn…
…þó er þessi meira í að hjálpa að rífa í sundur, fremur en að líma saman…
…annað vandamál hefur líka verið birtan, en það hefur varla orðið bjart á daginn til myndatöku…
…en þið lítið þá bara á þetta sem svokallaðar stemmingsmyndir…
…og takið viljan fyrir verkið…
…þetta er meira svona rómó stemming…
…og þið sjáið þetta nú svona nokkurn veginn, ekki satt…
Ef þið viljið kíkja til baka, þá er hér pakkapóstarnir:
Innpökkun 2011 – smella
Innpökkun 2012 – smella
Innpökkun 2013 – smella
Innpökkun 2014 – smella
Innpökkun 2015 – smella
Innpökkun 2016 – smella
…eins er ég alltaf með barnapappír líka fyrir minni krakkana, því að ég veit hversu gaman þau hafa af því að fá skrautlega og fallega pakka…
…nú og ef allt annað bregst, þá eru þessir pokar ferlega flottir, og ekki spillir verðið fyrir – smella hér
…þannig að þetta er í raun bara svona bentu á þann sem að þér þykir bestur – þegar það kemur að þessum pappír! Þar sem þeir eru hver öðrum fallegri…
…svo er auðvitað snilld að núna er kominn afsláttur af öllu jóladótinu í Rúmfó, þannig að þið getið gert enn betri kaup. En ég vona að þetta hafi gefið ykkur einhverjar hugmyndir og þið haft gaman að ❤️
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Stóri pakkapósturinn…

 1. Anonymous
  17.12.2017 at 17:12

  Ég myndi ekki tíma að opna pakkana frá þér

  • Anonymous
   17.12.2017 at 17:40

   Ég ekki heldur… allr svo fallegt

 2. María Una
  17.12.2017 at 21:12

  Þú ert snillingur! Verður allt fallegt í höndunum á þér 🙂

 3. Una Björk
  17.12.2017 at 22:56

  Svo ótrúlega flott hjá þér, ég fór líka inná eldri ár og naut þess að skrolla niður. Takk fyrir að deila með okkur og takk fyrir að vera svona frábær og yndisleg 😘

 4. Lilja Jónsdóttir
  17.12.2017 at 23:50

  Já takk. Mikið yrði nú dásamlegt að detta í lukkupottinn <3

 5. Lilja Jónsdóttir
  17.12.2017 at 23:51

  <3

 6. Sigurbjörg
  18.12.2017 at 08:13

  Konfekt að horfa á, takk.

 7. Gurrý
  18.12.2017 at 08:55

  Takk fyrir þennan dásamlega póst – er pappírslaus þar sem ég henti öllu í flutningum 🙂 Nú verður farið á stúfana og versla.

 8. Betsý Árna Kristinsdóttir
  18.12.2017 at 10:44

  Já takk 😁🎅

 9. Margrét Helga
  18.12.2017 at 13:05

  Yndislegt 🙂 Hlakka til að skoða eldri póstana líka þegar ég hef góðan tíma.

 10. 18.12.2017 at 13:58

  Takk fyrir að deila með okkur. Algjört augna yndi ❤

 11. Guðrún H
  18.12.2017 at 22:00

  Virkilega fallegt hjá þér, gott að sjá þetta því ég þarf að fara í Rúmfó ámorgun 😉

 12. Eva
  18.12.2017 at 22:52

  Þetta er allt svo fallegt 💕🎄💕

 13. Soffía Hreinsdóttir
  19.12.2017 at 06:07

  Snillingur hún Soffía nafna mín

Leave a Reply

Your email address will not be published.