Winter wonderland…

…inni í eldhúsi er ég með nokkrar glerkrukkur.  Eða var með nokkrar glerkrukkur.  Auðvitað er ég búin að færa þetta núna, get aldrei verið til friðs nema í ca 7 mínútur á góðum degi.  Síðan var ég með eina ljósaseríu, sen ég var að taka niður og hún bara lá á borðinu og þá var allt í einu eins og það lifnaði yfir öllu í glerinu…
…þetta er nefnilega svo fallegt, svo einfalt reyndar – en alveg hreint ekta jóla eins og ég elska svo heitt…
…smá snjór, lítil led-hús (hægt að kveikja á þeim) og nokkur jólatré.  Skreytingar sem tekur um það bil 1 mínútu að gera…
gervisnjór fær hér – smella
Húsin hérna – smella
En trén fást í líka Rúmfó, mörg saman í poka og kosta um 1700kr…
…bambakrúttið fæst hinsvegar í Pier…
…ég varð síðan að hafa litlu aðventubollaskreytinguna í glugganum, það er vart betri staður en eldhús fyrir bollaskreytingu, ekki satt?
…ég stóðst líka ekki freistinguna, að mynda betur kökuna frá 17sortum.  En ég skellti sjálf bambanum og trénu ofan á, mér finnst það vera svo fallegt…
…svo með krukkurnar glitrandi í baksýn, þá er þetta eins og Winter Wonderland…
…ég fæ smá svona ískr-hljóð í mig af jólakæti ♥ 
…svo er nú extra gott að vera með kúplablæti, og eiga því lager fyrir meira segja kökudiska á fæti – MEÐ köku á…
…knús til þín inn á þessum fyrsta sunnidegi í aðventu! ♥  ♥ 
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Winter wonderland…

  1. Margrét Helga
    06.12.2017 at 09:03

    Það einfalda er oft fallegast…gordjöss hjá þér 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.