Þegar piparkökur bakast…

…þetta er náttúrulega klassískur söngur, sem ég hef sungið með síðan ég var bara oggulítið snuð.  En engu síður, þá er fátt eitt verra í mínum huga en að fara eftir uppskrift.  Ég bara meika það ekki 🙂  Þannig að þegar hún Auður hjá 17Sortum bauð mér að fá smákökudeig hjá sér og að prufa, þá var svarið mitt auðvitað bara já takk.  Ekkert að blanda, ekkert kíló margarín, hrærast yfir eldi smjöri er það næsta sem ég gjöri… heldur bara að fletja út degið, skera út kalla og kellingingar.  Svo það skemmtilegasta af öllu – skreyta kökurnar. Húrra, ég ræð við það 🙂
…ég nældi mér reyndar í fallega köku líka, svona þar sem að húsbandið átti nýlega afmæli og fékk enga köku þá.  Kallgreyjið er ekki vel giftur þegar það kemur að eldhúsinu, en það er í það minnsta vel skreytt.  Ég fékk bara einfalda köku og setti síðan lítið jólatré og bamba ofan á…
…svo með smá kakó vorum við komin sem sanna jólastemmingu…
…og það vantaði sko ekkert upp á einbeitinguna hjá mínum manni…
…er þetta ekki bara kózý – ég varð enn meira ánægð með litinn á veggjunum þegar að ég sá þessa mynd 🙂
…besti tími ársins…
…kransarnir eru ótrúlega sniðug og skemmtileg hugmynd…Piparkökukrans:
Fyrst teiknar þú hring á bökunarpappír, til að leiðbeina þér svo þetta verði fullkominn hringur. Síðan skerð þú út einhver form og lætur þau “overlappa” þangað til þú ert komin með krans. Bakað aðeins lengur en piparköurnar þessar venjulegu því þetta er meiri massi. Litlu kökurar eru bakaðar í 6-7 mín en kransinn og húsið í svona 11-12.

…svo er bara að leika sér að því að skreyta…
…og auðvitað að muna að smakka á – gæðaeftirlitið skiptir öllu máli…
…og kakóið…
…talandi um eftirlit…
…sumum fannst þeir eiga að fá að taka meiri þátt…
…en piparkökur eru ekki fyrir litla hunda, bara svona litla kalla…
…og svo er skreytt meira…
…daman gerði tölustafi á piparkökur…
…skemmtileg hugmynd sem við ákváðum að nýta í að gera dagatal og hengja yfir eldhúsborðið…
…og svo var bara að hengja upp…

…nota bara svona jólakúlukróka úr Rúmfó til þess að hengja kökurnar upp…
…og svo er bara vandamálið að velja rétta staðinn…
…sprelligosinn alltaf hress…
Extra fínar piparkökur:
Til að fá fram þetta kristallaða útlit, er venjulegum strásykri stráð ofan á kökurar á meðan glassúrin er ennþá blautur og látið þora á.  Síðar er það sem ekki festist við glassúrinn strokið af eftirá.
Glassúr leiðbeiningar:
Þessi glassúr sem rennur ekkert og gott er að skreyta með, er kallaður Royal Icing -smella t.d. hér til að skoða. Það þarf að merengue powder frá Wilton í þetta eða eggjahvítuduft. Síðan er hægt að fara inná Facebooksíðu Krónunnar og prenta út snið af jólakúlunum og jólahúsinu og skera út sjálfur (set það líka hér inn í póstinn).
…svo var það aftur þetta með eftirlitið…
…það sem að Molinn vildi fá að vera með…
…hann var alveg að tapa sér…
…ég meina, þið sjáið fílusvipinn…
“ætlar þú líka að borða þessa?”
…þessi tvö eru svo miklir vinir ♥
…jújú, 7 ára þurfa líka að vera með…
…eeeeeeeinmitt…
…meiru krúttin ♥
…krakkarnir fengu algjörlega frjálsar hendur þegar það kom að þeirra krönsum og kökum…
…og því varð úr fremur frjálslegur stíll, ég tel að sonurinn hafi mest spá í hvernig hann setur sósur á pylsur 🙂
…sömu sögu má segja um kökurnar – þær fengu nett flórsykurbað með…

…alveg heilan helling…
…daman fylgdi meira línunum – en í alvöru, sjáið þennan Mola!

…síðan hengdum við upp kransana, sem unnir voru með fullkomlega frjálsum stíl…
…og innan í þá settum við ein staka piparköku…
…inni á síðu Krónunnar er, eins og áður sagði, að finna sniðmót fyrir piparkökuhúsið og hliðar.  En ég setti reyndar bara framhliðina, og hallaði henni upp á stóru glasi – og skellti sprittkerti í…
Framhlið húsins. Það er ekki bakhlið á þessu húsi en notast er við burðarstólpa til að láta framhliðina standa, sjá næstu mynd.
No automatic alt text available.
No automatic alt text available.
“Piparkökudeigið frá 17 sortum er aðeins þykkara en venjulega og hentar mjög vel til að gera piparkökuhús eða annað jólaskraut. “
…og eins er þar að finna fleiri mót sem hægt er að nota til að skera út…
…úr þessu væri t.d. hægt að gera fallegt skraut á jólatréð…
No automatic alt text available.
…við fengum líka fleiri sortir (þó ekki 17) til þess að prufa, og hlökkum mikið til! Sérstaklega ég, sem ætla sko að feika það alla leið að vera myndarleg húsmóðir sem eru með heilu dunkana af nýbökuðu…
…annars ætlum við líka að borða þetta jafn óðum á aðventunni.  Er um búin að “brenna” okkur oft á að spara svo lengi að borða, þannig að móttóið í ár – er að njóta…
…nóg er af glassúr…
…og nú þarf bara að einbeita sér að því að klára þessi ósköp!
Deigin góðu frá 17 Sortum fást í Krónunni, og það eru 6 mismunandi týpur til.
…litlu aðstoðarmennirnir eru sáttir við verkið…
…og allir saman nú – awwwwww ♥
Þessi póstur er unnin í samvinnu við 17 sortir og Krónuna

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Þegar piparkökur bakast…

 1. Margrét Helga
  29.11.2017 at 08:32

  Greinilega gaman hjá ykkur og margar vel skreyttar og örugglega bragðgóðar kökur 🙂 Þarf að athuga með þennan glassúr….. 🙂

 2. Eva Rán Reynisdóttir
  29.11.2017 at 08:35

  Æði!
  Frjálsar aðferðir eru bestar ❤️
  En ég er ástfangin af hvíta stóra bílnum með jólatrénu ofaná 😍😍😍

 3. Birgitta Guðjons
  29.11.2017 at 09:54

  Þetta er ekta jóla….takk fyrir að deila með okkur…..yndisstund að skoða í morgunsárið…eigðu góðan dag og alla vikuna bara……sammála að njóta í núinu…..Lífið er núna……

 4. Anonymous
  29.11.2017 at 16:13

  Algjör snilld (“,) kósýheit par exelans, æðislegar myndir og við munum pottþétt leika þetta eftir

 5. stefanía
  29.11.2017 at 21:16

  sæl.. skemmtilegur póstur, dásamleg börn, yndislegur hundur og frábærlega skreytar kökur greinilega góður glassúr sem þið notið svo ég kíkti á þessa uppskrift af the royal icing og þar er ekki talað um þetta duft sem þú minnist á? bætir þú því við eða?

Leave a Reply

Your email address will not be published.