Óskalistinn minn…

…stundum er nú gaman að leyfa bara huganum að reika. Þó auðvitað séu margir svo lánssamir að “vanta” ekki neitt sérstakt í jólagjöf, þá eru nú oftast einhverjir sem vilja gleðja þig og þá er nú ágætt að eiga smá óskalista.  Hér er minn í þetta sinn, alls ekki tæmandi og smekkfullur af bráðnauðsynlegum óþarfa.  Mér datt í hug að deila þessu með ykkur, og kannski fáið þið einhverja stórsniðuga hugmynd að gjöf fyrir einhvern sem þið elskið.
Eitt af því sem mig hefur langað í lengi eru Winterstories eftir Finnsdottir, ofsalega fallegir kertastjakar sem heilla hvern sem er upp úr skónum. Fást m.a. í Snúrunni – smella hér…
…alveg yndislegir!

Annar hlutur á óskalistanum, og er búin að dvelja þar um hríð er þessi dásemdarvasi Nordstjerne.  Hann fæst í svörtu og þessum gyllta lit, og nokkrum stærðum.  Mér þykir sá stærsti hreinn draumur.  Fæst m.a. í Dimm – smella…

og í Módern – smella
Ég er rosalega hrifin af allri svona skrift, og þessari “orða-list” sem er búin að vera í gangi lengi.  Skemmtilegast finnst mér að vera með íslensku, ef þess er kostur, og myndirnar frá Nostr með Ást og Hamingju eru æðislegar.  Er búin að vera að horfa á þær mjög lengi.  Mæli með að skoða úrvalið af fallegum veggspjöldum þar – smella
Kona getur nú lengi við sig bling-i bætt – ekki satt.  Veit ekki hvurs kyns krummi í mér býr, en mig langar afar mikið í einhvern svona fallegan hring með steini til þess að bera með giftingarhringinum, sem er eini hringurinn sem ég nota.  Þessi er frá Sign, smella hér og skoða
Ok, ég veit að líkurnar á því að einhver pakki inn fyrir mig glerskáp eru litlar, en mig dreymir um stærri skáp en við eigum – svo ég geti stillt upp meira af allri þessari fegurð sem ég á nú þegar.  Helst ætti skápurinn samt að vera svartur að utan. Þessi er frá Ilva – smella hér...
Þessi kona og kúplarnir hennar, þetta er visst vandamál.  En þessi diskur á fæti er draumur og fæst í Pier, ásamt geggjuðum marmarabrettum. Smella hér og skoða
Spariglösin mín eru með gylltri rönd, ég sem hélt að ég væri næstum hætt í gullinu. Næstum! Þessi hérna gylltu hnífapör fást í Rúmfó og mega fara í þvottavélina, svo eru þau bara sérlega fögur ásýndum. Smella hér og skoða
Stundum er maður að gefa eitt og annað smálegt, og þá er besta lausnin að skella þessu bara í gjafakassa.  Mér finnst alltaf svo fallegt að kaupa gjafakassa sem nýtast áfram sem skipulagsbox.  Þessi hérna eru mjög fögur og fást í Blómaval...
Þessi kertaglös sýndi ég á snappinu um daginn, alveg hreint yndislega sæt og væru td. falleg vinargjöf – fást í Blómaval og hægt að skoða hér, smella
Það var þetta með kúplavandamálið.  En sko, þessi hérna er líka kertastjaki! Geggjað – fæst í Blómaval líka, smella
Barr Living er ný vefverslun með mikið af fallegum vörum.  Ég rak strax augun í þessar hérna dásemdar grófu tréskál – ekkert smá flott.  Fæst hér – smella
Kertin í Vigt eru alveg ótrúlega falleg og bara glæsileg, þetta er nú eitthvað fyrir þá sem allt eiga – það er nefnilega alltaf hægt að brenna kertum.  Fást hérna – smella
…dagatalakertin eru t.d. sérlega smart…
Þessi hérna úlpa er alveg hrikalega flott.  Ég væri til í að fá mér svona, einn góðan veðurdag – eða kannski frekar vondan veðurdag, og þá kæmi hún strax að góðum notum.  Jökla frá 66n og fæst hérna
Omnom súkkulaðið er náttúrulega ótrúlega gott, eða í það minnsta þessar tvær týpur sem ég hef smakkað.  Ég held t.d. að það að gefa svona kassa ásamt góðri bók, það væri nokkuð fullkomin gjöf.  Smella hér til að skoða
Talandi um góða bók, þá langar mig t.d. í Yrsu – fannst mjög fyndið hjá Heimkaupum að lesljós fylgi 😉 – smella hér
…og eitt til – Kviknar er að koma út núna 1.des.  Ég held að þetta sé rosalega falleg bók, svona ekta “gordjöss á borði-bók” og gaman að fletta í gegnum hana og lesa.  Væri gaman að fá þessa líka – smella
Hvernig er svona óskalisti að leggjast í ykkur?  Fenguð þið hugmyndir að gjöf fyrir einhvern?
Meira svona? ♥

Ath – þessi listi er ekki unninn í samvinnu við búðirnar sem hér er nefndar, heldur er eingöngu um að ræða vörur sem ég valdi því ég hef haft augastað á þeim! 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published.