Upplýst um jólin…

…vá hvað mér finnst við hjónin vera að ná að tjékka marga hluti af listanum okkar þetta árið:
* Pallurinn ‎
* Útihurðin
* Bílskúrshurðin
* Jólaljós

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Blómaval/Húsasmiðjuna!

 Sjáið þið bara hvað þetta er nú bjútífúlt! Þetta er eitt af þessum verkum sem við ætluðum alltaf að vera búin að framkvæma, en það er eitthvað ótrúlega lítið freistandi við það að vera úti að bora í þakkantinn í frosti og gaddi.  Þá er nú gott að vera vel gift og elskulegur eiginmaðurinn tók þetta að sér. með “bros” á vör.  Hugsanlega var þetta frosin gretta, en look-aði alla veganna vel!
Fyrstu skref voru að mæla þakkantinn, og reyna að ca út hversu mikið við þyrftum.  Við vissum að snúrurnar væru 5 metrar, og svo þurfti að hugsa um hvernig festingarnar myndu passa upp á spýturnar sem eru í kantinum…
…við fengum allt saman í Húsasmiðjunni/Blómaval.  Seríurnar, millistykkin og einnig krókana til þess að festa þetta upp…
…en við völdum ryðfría króka (mikilvægt þar sem þetta er úti) og hér er mynd af númerinu, sér í lagi fyrir mínar elskulegu landsbyggðartúttur…
…við völdum að vera með einn krók pr. perustæði…
…jii hvað ég er alltaf listræn…
…og við vildum fá okkur perur í stærri kantinum.  En ég valdi perur sem voru ekki sléttar, því mér fannst birtan dreifast fallegar þannig…
…eins völdum við hlýja hvíta birtu…
…snilldin við þetta er síðan að þú getur tengt saman fjöldan allan af seríum, þannig að þá þarf ekki að vera með alls konar millistykki og vesen til þess að koma þessu í samband…
…þú þarft bara eina innstungu…
…og þar sem við erum með útiinnstunguna á “miðjunni” á þakkantinum, þá þurftum við svona T-stykki, til þess að tengja saman seríur sem eru að koma úr sitthvorri áttinni…
…sem sé,innstungusnúra og síðan tvær seríulengur…
…svo var það þrælkunarvinnan, borað á réttan stað…
…og krókur settur í…
…og að lokum, serían hengd á…
…við völdum að hengja hverja og eina peru upp í sérstakt stæði, en það getur staðið ansi mikið upp á húsið í vissum áttum…
…þá er líka viss slaki á milli pera, því það er ekki gott að hafa þetta of strekt…
…og hér sjáið þið hvernig þetta tengist saman á milli stakra sería…
…einmitt þarna í horninu er síðan innstungan, því þurftum við T-stykkið til þess að tengja seríurnar sem eru á húsinu við þær sem eru á skúrnum…
…og svo er þetta allt komið!
Þetta var auðvitað verk að bora upp hvern og einn krók, en engu síður þá er þetta bara tilbúið núna um ókomin jól…
…og þetta er einmitt eins og ég vildi helst hafa það ♥
Þar sem pósturinn er unninn í samvinnu við Húsasmiðjuna/Blómaval er kjörið að nefna að stóra seríu-helgin þeirra er einmitt núna, og þá er 20-40% afsláttur af öllum seríum og jólaljósum – þið getið smellt hér, til þess að skoða þetta nánar!
Serían sem við völdum er hér!
T-tengið
Innstunga fyrir útiseríur
Fyrst að það er afsláttur af öllum jólaljósum, þá langar mig líka að sýna ykkur lítið DIY sen ég gerði á Skreytingakvöldinu, en þá tók ég svona ljósastjörnu (smella), sem má vera bæði inni og úti. Þetta er miðstærðin sem ég notaði, en það var líka til minni og stærri.  Ég tók t.d. þessar stærri og ætla að setja í gluggana á herbergjum krakkana……og ég vafði stjörnuna með smá eucalyptus-greinum, hengdi síðan hvíta stjörnu í miðið og bætti við smá slaufu.  Einfalt en ofurfallegt, að mínu mati!
Vona að þið eigið yndislega helgi ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *