Þar kom að því…

…að 7 ára afmælið yrði loksins haldið! LOKSINS!
Við erum að tala um afmæli júlíbarnsins míns, haldið í nóvember!  Það var því aðeins um eitt að velja, vetrarþema…haha 🙂
…fyrst skulum við draga djúpt andann, og taka smá Molapásu…
…því hann á það til að sprengja krúttskalann svona af og til…
…ég meina það sko…
…en já vetrarþemað!  Drengurinn yndislegi hafði ekki neitt sérstakar óskir um ofurhetjur eða annað slíkt…
…og þar sem hér hafa verið sérlega fagrir vetrardagar, þá lá þetta beint við…
…við vorum nefnilega svo “sniðug” að skella á barnaafmælinu á sunnudeginum, eftir að Rúmfó opnaði á Bíldshöfða á laugardeginum…
…og móðirin var því fremur lúin og hafði ekki haft mikin tíma til undirbúnings…
…en veturinn lá beint við sökum þessarar fegurðar sem við blasti…
…og þar sem ég var búin að vera í Rúmfó að vinna, og kom með heim nokkra hluti sem ég féll alveg fyrir…
…þá leist honum bara svona líka vel á það…
…bílar…
…og stjörnur…
…og ísbirnir auðvitað…
…meira segja ljós á þakinu sko…
…Molinn situr alltaf vaktina…
…og já, fann líka þessar fallegu bjöllur…
…sem ég setti í kransinn á ganginum…
…litli stóri strákurinn minn, leik sér með góssið áður en skreytt var…
…og þetta varð bara sætt sko…
…meira um það í næsta afmælispósti!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni 🙂

1 comment for “Þar kom að því…

  1. Margrét Helga
    21.11.2017 at 15:37

    Þetta er alltaf svo flott hjá þér 🙂 Get trúað því að það hafi verið tilbreyting fyrir júlíbarnið að fá vetrarþema í afmælisveislunni sinni 😉

    P.S. Er alltaf að leita að millistærðinni af rauða bílnum með jólatrénu á þakinu en finn hann hvergi….er hann bara til í Bíldshöfða? Hef ekki komist þangað enn…..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *