Ósójóló…

…ég er svo dottin í það – jólalega séð sko!
Eins gott að ég komi bara strax fram sem jólasokkurinn sem ég er, ég elska þetta allt saman.  En hins vegar, takið mig bara nákvæmlega eins og ég kem fyrir – því ég reyni að vera hipp og kúl, en enda alltaf rómó og dúlló.  Sorry bara, ég hef örugglega bara verið bleik kanína sem prumpaði glimmeri hérna í fyrralífi.  Ferðaðist um á regnboga með einhyrninginum sem var besti vinur minn.
Hvað var ég annars að tala um? Já jólaskraut 🙂

Jólaskrautið úr Pier.  Þannig er nefnilega mál með vexti að ég heillast alltaf af svipuðum hlutum, held mig við það sama.  Ég fer aldrei í jólasveinana eða englana.  Ég er í trjám, húsum, og jú reyndar bömbum.  Hér sameinum við þetta allt saman.  Hendum inn dass af greinum, gervisnjó og glimmer – og bara húbbsasa, ég er kátasti jólasokkur í heimi.

Hér sjáið þið sem sé það sem ég valdi mér og tók með heim, ásamt dásamlegum greinum.  Ég setti inn hlekki á það sem ég fann á Pier.is síðunni:
Hús minna – smella
Hús stærra – smella
Bleikur borði – smella
Silfur borði – smella
Kertastjakar
Fjaðratré – smella
Jólakúlur
Bambi standandi
Bambi liggjandi
Lafandi greinar – smella
Snjógreinar – smella
…ég fór ansi hreint vel yfir þetta á snappinu í gær (soffiadoggg) en ég nota t.d. mikið kertastjaka til þess að hækka upp svona jólatré.  Koma þeim í sitthvora hæðina…
…ég ákvað að tæma borðið mitt…
…og svo var bara stillt upp.  Fyrst komu trén, sem bæði voru komin á kertastjakana, síðan húsin.  Greinarnar lagðar á borðið í kringum hlutina og að lokum smádótinu bætt við…
…og svo er auðvitað serían að setja réttan ljóma á allt saman…
…og bambarnir, það sem ég elska þessa bamba…
…svo hef ég líka dálæti á að setja svona stakar jólakúlur með í skreytingar, og ef maður notar ákveðna liti og tóna, þá er að lokum hægt að bæta þeim bara við á tréð…
…eins eru borðakeflin í uppáhaldi, og þau koma líka svo vel undan jólum, hægt að nota þau áfram til skreytinga…
…elska þessi fjaðratré, ég hef nú átt til margra ára hvítu trén mín, og þessi eru nánast alveg eins – bara ekki jafn hvít…
…eins er gaman að leyfa greinunum að slúta aðeins fram af borðbrúninni…
…þetta þarf ekki að vera flókið…
…og annað sjónarhorn…
…og svo eru það bara stjakarnir einir og sér…
…mér finnst þeir svo svakalega fallegir.  Þessi stærri er eins og hann eigi heima í kaþólskri kirkju…
…og sá minni er æði, ég meina – kóróna! Hvað getur jólasokkurinn ég beðið um meira?
…það er bara stemming yfir þessu…
…ég mátaði þetta svo smá á arininn, og það var bara svona líka sætt…
…og svo á eldhúsborðinu, en þetta gæti raðast ofan á löber á borðstofuborð ef vill…
…þið sjáið líka hvað borðakeflin eru skemmtileg með þessu…
…æji þið vitið, þetta er bara dásemd ♥
…og rétt eins og ég setti seríu áðan, þá kemur líka fallega út að nota bara teljósin í…
…vantar eiginlega bara að sækja smá extra snjóí poka og dreifa með…
..en þá vitið þið það!  Það er Konukvöld í Pier í kvöld og jólavaran er með 40% afslætti og önnur vara með 25%, það munar svo sannarlega um minna – ekki satt?Eigið yndislegan dag ♥
Þessi póstur er unninn í samvinnu við Pier en færslan er ekki kostuð – vörurnar fengnar að gjöf.
Þið getið smellt hér til að skrá ykkur inn á Konukvöldið, en auðvitað má mæta án þess að vera skráð/ur!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Ósójóló…

  1. Anna
    16.11.2017 at 08:26

    Oooooo, hvað gerir kona sem býr 700.km frá Smáratorgi 😭 Dásamleg færsla hjá þér og vörurnar frá Pier guðdómlegar ❤️

  2. Margrét Helga
    16.11.2017 at 09:06

    Þú lætur þetta líta út fyrir að vera svo einfalt (sem þetta líklega er), þú yndislegi jólasokkur 🙂 Ætli málið sé ekki bara að prófa sig áfram endalaust, þar til maður (eða kona…eða jólasokkur) verður ánægður 😉

  3. Birgitta Guðjons
    16.11.2017 at 13:44

    Takk fyrir dásemdarjólapóst….ekki veitir af að byrja að spá og spekúlera…..þú gerir þetta allt svo einfalt og dásamlega fallegt…uppröðun skiptir svo miklu máli….eigðu góðan dag……

  4. Guðrún María Brynjólfsdóttir
    18.11.2017 at 10:24

    Ég hef eytt ófáum klukkustundum að lesa póstana þína. Ótal hugmyndir og ráð sem ég hef fengið frá þér. Er einmitt í barnaherbergjabreytingum núna😊 Keep on going 👌🏼

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *