Innlit í Pier…

…vissuð þið að annað kvöld er Konukvöld í Pier á Smáratorgi.  Það þýðir sko að jólavaran er með 40% afslætti, sem er bara grín, og restin af vörunum með 25% afslætti.  Ég fór því á stúfana með myndavél og fangaði það sem var að heilla mig upp úr skónum!
…það sem er svo skemmtilegt við Pier er það að ég held að allir ættu að finna “sitt skraut” þarna inni.  Það er svo mikið úrval og nánast allar týpur: vintage, rómó, módern og bara diskókúlan líka.  Eins og t.d. þetta hreindýr þarna – ég get sko lofað ykkur að Páll Óskar er sá eini sem kæmist upp með að láta þennan draga sig á sleða…
…ferlega fögur felt f(h)reindýr – kjörin sem pakkaskraut…
…blingaðir kertapinnar, ekkert leiðinlegt við það!  Ætli það sé hægt að nota svona sem eyrnalokka líka? 🙂
…aðeins meiri rustic fílingur…
…nei sko! Krúttbínur – ég fór strax að hugsa um hversu skemmtilegt það væri að nota svona skvízur á kransakökuna í fermingu.  Mér þætti það bara sætt…
…yndislegar Maríur – ekki háar í loftinu, en hver er það svo sem nú til dags 😉  Æðislegar í kertaluktir…
…og fagur englakór…
…englar og hús…
…þetta er náttúrulega bara draumkennd fegurð sko…
…þessi hérna var stór, og stórglæsilegur…
…geggjaðir bakkar…
…og þessi krans – bara gúrmey…
…æðisleg jólatré…
…ok, þið vitið auðvitað allt um mína bambaást, en þessi hérna – og vinur hans sem liggur – mér finnst að þetta ætti að vera til á hverju heimili.  Dásamlega gamaldags og yndislegir…
…litlir og fallegir kökudiskar – með gati sem úr hangir stjarna.  Ég er sátt við það…
…geggjuð borð…
…og fallega lagt á borð…
…mjúkt og þessi fjaðratré sko, þau eru mjúk líka…
…könglatré með bleiku ívafi, það er eitthvað skemmtilegt við það…
…þetta fannst mér líka virkilega töff…
…og þetta virkilega rómó…
…og þarna væri kózý að tylla sér…
…eða bara fleygja sér þarna…

…meira segja kózý gæra á rúminu……sjáið þessa stjaka, jömmí…
…mér finnst þessi stóll æðislegur og sjáið litla krúttaða snyrtiborðið…
…og undirrituð fékk greinilega að vera með…
…geggjaðar gervirósir…
…eitthvað er nú úrvalið af púðum…
…og þessi guli skemill var snilld…
…nóg af hnotubrjótum.  Af hverju á ég 356 jólatré,en ekki einn hnotubrjót?
…ég er að reyna að setja sjálfa mig í glerkúplabann, en þessi hérna – æði…
…þessar stjörnur sko ♥♥…
…og þetta er svona ekta krútt sem ég myndi setja á pakkana hjá krökkunum…
…æðislegar hvítar körfur utan um jólatrésfótinn…
…og þetta litla gervitré leit út fyrir að vera sprelllifandi…
…pínulítil krútt…
…ég fékk síðan að velja mér nokkrar vörur, og í næsta pósti fáið þið sko að sjá þær.
Það voru greinar, og bambar, og hús, og……þið verðið bara að bíða og sjá, en þetta er æði sko! ♥

Mæli með að þið skráið ykkur inn á Konukvöldið, en auðvitað má mæta án þess að vera skráð/ur!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Innlit í Pier…

  1. Þorgerður
    15.11.2017 at 20:27

    Ég get ekki farið í þessa búð af því að það er alltof mikil lykt af ilmkertum( í mínum huga FNYKUR). Þoli ekki svoleiðis.

  2. Ágústa
    15.11.2017 at 21:11

    Svo margt fallegt til í Pier núna ! Takk fyrir þennan fallega póst 🙂

  3. Margrét Helga
    16.11.2017 at 08:56

    Vá hvað það er margt þarna sem mig langar í 🙂 Núna er gott að eiga ekki leið í bæinn, svona veskislega séð 😉

  4. Kristín Sigbjörnsdóttir
    16.11.2017 at 09:33

    Ég bara elska þessa búð 😍 Get algjörlega gleymt mér þarna inni hjá ykkur 😘

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *