Ný Rúmfó opnar á Bíldshöfða…

…í fyrramálið kl 9 þá opnar ný Rúmfó verslun á Bíldshöfða. Þetta er sem sé í sama húsi og Krónan og Húsgagnahöllin, í kjallaranum.  Verslunin er mjög stór, björt og bara öll hin glæsilegasta.  Það sem mér persónulega finnst skemmtilegast við hana, er að þetta er nýja búðin hans Ívars “míns” og alls hans góða fólks af Korputorginu.  Þannig að þarna er hægt að ganga að góðri þjónustu og glaðri lund.
Ívar bað mig um að koma og stilla upp í búðinni á nokkrum stöðum og ég ætla að setja inn nokkrar myndir, og svo koma fleiri síðar……geggjuð ljós…
…þessi eru þung og flott, og koma líka í silfri… …þetta skilti er alveg æðislegt – það er eins og það hafi verið gert fyrir mig…
…gordjöss……hversu sæt eru þessi hérna, svolítið sveitó og eilítið rustic, gætu verið uppi allan veturinn að mínu mati…
…gjafapappírinn í ár er mér að skapi, alveg hreint með eindæmum lekkert.  Svo er auðvitað líka til fullt af meira hefðbundnum, en þessi talaði til mín…
…ég meina sko, jeminn…
…eins er alveg heill hellingur af fallegum servéttum…
…frekar krúttaðir félagar á leið heim fyrir jólin…
…ok, ég er með þessar luktir á heilanum, þessi einfaldi stíll og sennilegast er það stjarnan sem er að heilla mig svona mikið 😀
…veit að margar hafa verið að bíða eftir þessum draumaföngurum…
…og þessi finnst mér ferlega flott, einföld leið til þess að setja upp töff jóló stemmningu…
…ég setti upp “íbúð” sem er staðsett í húsgagnadeildinni, og þar gerði ég svona fínt jólatré úr hillum.  Við þurftum að vísu að saga af þessari efstu til þess að ná þessu svona, en mér finnst þetta koma sérlega skemmtilega út…
…þar getið þið séð lagt á borð, og bara alls konar skemmtilegar hugmyndir sem hægt er að nýta sér…
…og ég er bara ansi hreint stolt af þessu rými og hvernig það kom út…
…grúbbur og smáatriði, það eru þau sem gera rýmin spennandi…
…ó smá jóló…
…líka ánægð með hvernig hilluveggurinn kemur út, og að nota speglana með hillukössunum…
…og líka skemmtilegt að jólaskreyta þá smá…
…rúm sem mig langar bara að fleygja mér upp í…
…á öðrum stað er síðan þetta hérna pláss – klukkuveggurinn er úppáhalds…
…og smá jólaskraut líka með…
…og bara almennt kózý stemmning…
…sjá þetta krútt – þessi litli sófi er líka æðislegur handa krílunum í jólagjöf…
…ég setti líka upp eitt jólaborð, svona eins og ég gerði “alltaf” á Korputorginu…
…elska þessa bakka, sérstaklega með þessum stjörnuhring með…
…rugguhestakrútt…
…og þessi krans – hann er ææææði!  Grófur, glitrandi og með stjörnum…
…ég setti líka jólavörurnar í hillunum,  þannig að það er nóg að skoða…
…svo þarf ég að sýna ykkur meira af “íbúðinni” og meððí á næstu dögum.
Mæli með að mæta í nýju Rúmfó-búðina á Bíldshöfða, opnar kl 9:00 11.11 og fyrstu 150 sem mæta fá gjafapoka að verðmæti 10.000kr, og ofan í 5 þeirra leynist gjafabréf uppá 30.000kr – og í Rúmfó, þá er sko heldur betur hægt að gera góð kaup fyrir svoleiðis pening ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Ný Rúmfó opnar á Bíldshöfða…

  1. Fanný
    11.11.2017 at 07:51

    Spennandi 🙂 Verður gaman að kíkja

  2. Margrét Helga
    11.11.2017 at 21:42

    Hlakka til að skoða 😄 geggjuð íbúð 😉

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *