DIY – lítið jólapunt…

…þó að verslanirnar séu að fyllast af gordjöss jólaskrauti, þá er alltaf gaman að setjast niður, td með krökkunum, og gera sitthvað eftir eigin höfði.  Ég rakst á þetta föndur og fannst svo fallegt að ég bara varð að deila þessu með ykkur!
Í þetta þarftu:
Föndurleir
Kökukefli
Mynstrað glas, eða eitthvað annað sem gerir skemmtilegt mynstur
Kökumót
Eitthvað til þess að gera gat til að hengja upp
Snæri eða þunnt band

Notið kökukeflið til þess að fletja út leirinn…
…bráðsnjallt að nota glas til þess að gera mynstur…
…svo skerðu út kalla og kerlingar – nú eða stjörnur og snjókorn eða bara hvað sem er…
…útbýrð gat af passlegri stærð…
…og setur bandið í gegn.
Svo áttu auðvitað alltaf möguleikan á að mála og skreyta eins og hugurinn girnist.
Allt reddí og skemmtileg dagstund að baki ♥

Ég myndi telja að allt í þetta fáist í föndurbúðum, eins og t.d. Panduro í Smáralind.
Allar myndir og efni af Isabellas.dk

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “DIY – lítið jólapunt…

 1. Margrét Helga
  07.11.2017 at 08:21

  Rosalega gaman að gera svona. Gerðum jólatré og stjörnur úr trölladeigi fyrir jólaföndurdag í leikskóla barnanna minna fyrir nokkrum árum. Svo gátu börn og foreldrar málað og glimrað að vild 😊

 2. Gurrý
  07.11.2017 at 08:28

  Ég fæ alltaf svoldið í hnén að sjá svona skraut, svo einfalt og fallegt og hægt að útfæra á svo margan hátt…..þetta hefði nú verið fínt í veðrinu á sunnudaginn 🙂

 3. Anna Sigga
  07.11.2017 at 13:12

  þetta er æði ég gerði svona merkimiða fyrir ein jólin og málaði þau með glitrandi málingu 😀 þeas notaði trölladeig og bakaði í ofninum og þetta var virkilega vel heppnað hjá mér ! 🙂

 4. Anonymous
  07.11.2017 at 22:47

  Æðislegt, einfalt, flott og kosýtími með ungunum <3
  Ertu game (",)

 5. Hafdís
  08.11.2017 at 10:10

  Þetta er æði! Er þetta venjulegt trölladeig sem þú notar?

Leave a Reply

Your email address will not be published.