Jólabasar Hringsins…

…fyrir nokkrum dögum þá varð ég ömmusystir í annað sinn ♥
En það er nú þannig að þessi litla, fallega stúlka var að flýta sér aðeins of mikið í þennan heim – þar sem við áttum ekki von á henni fyrr en um áramótin. Því dvelur hún um þessar mundir inni á Vökudeild Barnaspítalans…
…maður þarf ekki að vera lengi inni á vökudeildinni til þess að fara að taka eftir ákveðnu mynstri.  Ef þú horfir í kringum þig þá sérðu mikið af þessu…
“Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.”
Ég setti mig því í samband við Hringskonur, þar sem ég vissi að Jólabasarinn þeirra er um helgina, og bað um leyfi að fá að segja aðeins frá þeim og þessum viðburði.  Þær voru því svo yndislegar að senda mér nokkrar myndir frá því í fyrra til þess að deila með ykkur…

“Hringskonur vinna allt árið um kring að því að safna fé í Barnaspítalasjóðinn. Sala jólakorta, jólakaffi, -basar og -happdrætti eru fastir liðir í starfseminni. Aðrir stórir liðir eru Gjafahornið, þar sem seld er handavinna Hringskvenna, sala minningarkorta og tækifæriskorta og fjáröflunarbaukar sem eru víða, til dæmis í Leifsstöð.

Margt annað má nefna eins og að stórfyrirtæki gefur Hringnum allar dósir og plastflöskur sem falla til.

Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfirbygging félagsins er engin og félagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra.

Kennitala Barnaspítalasjóðs er 640169-4949 og reikningsnúmer er 0101-26-054506.”

Texti fenginn af heimasíðu Hringsins.
Mér finnst því bara kjörið og sjálfsagt að hvetja alla til þess að kíkja á basarinn núna á sunnudaginn…
…frábært að klára kannski einhverjar jólagjafir og styrkja þetta frábæra málefni í leiðinni…
…krúttulegir sveinar…
…mér líkar þessi í miðið – ég held að þetta sé svona arty sveinn sem hangir á kaffihúsum og spáir í heimsspeki…
…dásamlegt…
…jeminn, fallegur jólasokkur…
…þessar tvær eru búnar að redda einni gjöf…
…þarna er hægt að finna gjöfina handa t.d. ömmu sem segist ekkert vilja…
…heklaðar kúlur sem hægt er að stinga seríum innan í…
…nú og ef jólaskraut er ekki eitthvað fyrir þig, þá má bara kíkja á jólakortin – eða bara kaupa kökur og kruðerí.
Jólabasar Hringsins er á sunnudaginn 5.nóvember, á milli kl. 13-16 á Grand Hóteli við Sigtún
…ég ætla að í það minnsta að reyna að kíkja við og styrkja þetta frábæra málefni.
Ég er nefnilega alveg óendanlega þakklát fyrir þetta frábæra og óeigingjarna starf sem Hringurinn vinnur, og hvernig þær styðja við þessar yndislegu litlu manneskjur sem þurfa svona mikið á hjálp að halda.  Maður er nefnilega svo afskaplega gagnslaus á svona stundum, þannig að ég vil gera hvað sem er fyrir litlu hetjuna mína, litlu frænkuna sem er inni á vökudeild ♥♥♥
Heimasíða Hringsins
Hringurinn á Facebook
Jólabasarinn á Facebook – viðburður

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Jólabasar Hringsins…

  1. Margrét Helga
    08.11.2017 at 08:14

    Mig hefur alltaf langað til að kíkja á þennan basar, margt mjög fallegt og vel unnið þarna og svo er það klárlega hvetjandi líka að styrkja gott málefni í leiðinni. Vonandi gengur allt vel með nýju litlu frænkuna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.