Innlit í Blómaval…

…og sko, ég ætla að gera við ykkur samning.
Fyrst fáið þið að sjá allt fínerí-ið sem er til, og svo – eftir smá tíma, þá sýni ég ykkur allt fína jóladótið! Díll?

Mér finnst þetta vera eitthvað dásamlega retró og smá svona köntrískotið – big like…
…stórir og grófir kertastjakar eru alltaf vinsælir hjá mér – og klukkan, mér finnst hún æði…
…sömuleiðis þessi hérna!
Sjáið líka flottu trédiskana/bakkana þarna vinstra megin…
…ferlega flottar styttur…
…og þessi lukt er geggjuð…
…haha – góður…
…vasar sem eru eins og gamlar mjólkurflöskur…
…búddar, og kertastjakar og bakkar – ómæ…
…ferlega krúttaraleg hús…
…meiri Búddar – ommmmmmm…
…smá meiri glamúr – silfur og gler…
…þessir pottar finnst mér alveg sjúklega flottir…
…alló alló, þessir eru æði…
…töff svartir bakkar – en það er alveg rosalega mikið til af bökkum þarna…
…þessar eru nú ekki stórar, kannski 20cm háar, en alveg ferlega krúttaðar…
…mér finnst alltaf svo fallegt að raða saman mismunandi vösum, og það er nóg til að velja úr…
…ok, hélduð þið að ég myndi ekki lauma einu smáááá jóló með – krúttaraleg…
…þessir eru glæsilegir…
…og áferðin á þessum glervösum var mjög heillandi…
…geggjaðir, fíla vel trábotninn á þessum…
…þessir eru bara töff..
…geggjaðir trébakkar! Luv it…
…einn huggulegur jesúmaður……og þessi færi nú vel yfir einhverjum arni….
…HOME-stafir, flottir…
…ok þessar finnst mér æði!
…og svo er það Riverdale – ekki þættirnir, heldur vörurnar, mamma mia en sú fegurð…
…glerkrukkur og bollar og…
…það er bara hvert öðru fallegra sko…
…eins þykir mér þessi skápur sérlega fagur á að líta…
…yndislegir bollar og glerskeiðar…
…litlar skálar og vatnsflöskur…
…elska þessar vörur sko…
…sjáið þið hvítu bakkana þarna í baksýn…
…og allir þessir djúsí trébakkar…
…geggjuð jólagjöf fyrir þann sem á allt, standur fyrir matreiðslubókina eða Ipad-inn…
…luv luv luv…
…sé það að ég þarf að fara að ná þroska til kaffidrykkju…
…þessi standur sko…
…mér finnst þessar luktir æðislegar, sé þær alveg fyrir utan nýju hurðina mína sko…
…silkiblómin, sem standa að eilífu og ekkert þarf að vökva, mér að skapi…
…það er bara endalaust til af fallegu þarna…
…svo á morgun, frá kl 18-21 er Konukvöld Blómavals í Skútuvoginum.  Við verðum þar, ég og Helgi Björns, og ég og Jón Jónsson, og auðvitað ég og Sigga Kling.  Rosalega mikið af skemmtilegu fólki sko!  Ég vonast til að sjá ykkur sem flest, og ætla að setja upp borð með góssi sem er mér að skapi og verð bara til spjalls og ráðagerða.  Ef þið vitið t.d. ekkert hvað ykkur langar í – þá get ég bara sagt ykkur það, eins og töfrar sko 🙂  Svo er 25% afsláttur af öllum vörum og alls konar kynningar og skemmtilegheit.
Smella hér til þess að sjá viðburðinn á Facebook!
Image may contain: 5 people, people smiling, beard and text
Svo kemur inn póstur með geggjuðum vörum í fyrramálið 😉

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Innlit í Blómaval…

  1. Margrét Helga
    31.10.2017 at 19:24

    Væri svoooo til í að kíkja á þig á morgun en kemst því miður ekki! Skemmtu þér bara hrikalega vel 😘

  2. Eva Bé
    31.10.2017 at 20:28

    Mjög margt fallegt.. svíða doltið þessir verðmiðar 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *