Jól í Byko…

…jájájá, ég veit – það er “bara” október. Jájájá, má ekki leyfa Hrekkjavökunni að klárast fyrst?
En samt sko, það eru bara 58 dagar til jóla sko – það eru bara 8 föstudagar 😉

Þannig að ég ætla bara að taka ykkur með á rúntinn og stóðst ekki mátið að sýna ykkur fallega jólagóssið í Byko Breiddinni – komið með…
…ohhh þessir blúndukransar fannst mér ææææði…
…stórir og myndalegir sveinar sem gæta hreindýra…
…þessi jólatré fannst mér ótrúlega skemmtileg…
…þessar fannst mér yndislegar, kannski 20-25cm háar og kostuðu um 1700kr.  Ekta stærð sem er flott inn í luktir og svona…
…í stíl við blúndukransinn, blúndubogi…
…vintage bleikar jólakúlur.  Þessar eru geggjaðar…
…kopar jólatré og hreindýrahjörð…
…ég er ekki enn búin að fá nóg af burstatrjánum, þau eru bara æði…
…töff stjaki, einfalt að breyta og skreyta…
…þessar finnst mér æðislegar, langar að kanna hvort að ég komi þeim í eldhúsgluggann yfir jólin, í staðin fyrir ljósin sem ég er með allt árið….
…svo eru það litlu jólaþorpin…
…þau eru svo fallega upp sett og maður getur alveg gleymt sér í að skoða…
…og það sem ég var hrifin af því að sjá himininn og skýin – svo krúttað…
…omg – könglajólatré 🙂
…allir litir til af þessum…
…geggjaðir aðventustjakar fyrir minimalistann…
…nú eða þessir, þessir fannst mér ótrúlega fallegir og stílhreinir…
…eins þessi hérna, sem er til í fleiri litum líka…
…annars bara nóg af alls konar aðventuljósum…

…Santa Lúcíakrúttin…

….ohhh þessir eru svona loðnir að ofan, það er bara kózý – ekki það að ég ætli að fara ganga um í þeim samt sko…
…meiri hreindýr, stór og smá…
…og snjókarlar, stór og smár…
…geggjuð áferð á þessum…
…ljósakransarnar þarna voru líka ansi heillandi…
…svo fínlegir og fallegir…
…og sjáið þið bara…
…mér fannst þessi litlu hús algjör krútt…
…og jújú, það var líka rautt þarna, það er bara varla að ég sjái það sko 😉
…er alltaf meira svona á þessari bylgjulengdinni…
…en nóg var til af alls konar stílum og litum.  Reyndar er enn verið að setja upp jólin í Byko sá ég, reyndi bara að taka myndirnar svona fram hjá kössunum – þannig að þetta kallar á aðra jólaheimsókn þegar allt er komið…
…en ég fékk nokkrar vörur með mér heim sem eru unaður, og það ásamt gjafaleik – vonandi bara síðar í dag.
Njótið helgarinnar ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

3 comments for “Jól í Byko…

  1. Margrét Helga
    28.10.2017 at 09:32

    Vaaaaaaaaaá 😍😍😍

  2. Kristín S
    28.10.2017 at 23:15

    Fór í dag eftir að hafa séð póstinn þinn 😉 komu nokkur atriði heim með mér, ný skreyting í arninum í ár 😉 hlakka mikið til

  3. Kristín Hólm
    30.10.2017 at 19:28

    Keypti mér madonnuna um daginn og kynnti hana fyrir hinum madonnunum sjö. Næst er að finna eitthvað fallegt í arininn minn og á bekkina á ganginum sem verður síður en svo auðvelt, því mig langar í nánast allt jólapuntið í BYKO.

Leave a Reply to Kristín S Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *