Jólin í Söstrene Grene 2017…

…í dag er að koma út bæklingur með jólavörunum í Söstrene Grene.
Ég fékk hann sendan fyrir nokkrum dögum og þessar myndir eru sko alveg sérstakt augnakonfekt.  Svo skemmtilega retró og kózý.
Viljið þið skoða?
…yndislegt – þetta er alveg jólatré bernsku minnar, það vantar bara englahárið…
…dásamlega fínlegt…
…virkilega fallegt, væri flott að setja svona og hafa jafnframt seríu bara með…
…samansafn af jólaskrauti – það er alltaf fallegt…
…held að þessi mynd sé mín uppáhalds…
…ú geggjað…
…fínlega grenið er æðislegt á…
…stjakinn er æðislegur, og alls ekki bara jóla…
…bleik jól hljóma ekkert illa þegar maður horfir á þessa mynd…
…stjörnustjakar – meira þarf ekki að segja 🙂
…ég elska öll þessi pappabox, þau eru svo sniðug undir alls konar smálegt og geggjuð í innpökkun…
…allir þessir mjúku pasteltónar eru svo dásamlegir…
…aðventuljós…
…meira krúttaralegt, bæði í föndur og innpökkun…
…geggjaður jólatrésdúkur…
…hmmmmm, jólin sko!  Hvað er ykkar uppáhalds? ♥
Smellið hér til þess að skoða bæklinginn í heild sinni.
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Jólin í Söstrene Grene 2017…

 1. Margrét Helga
  26.10.2017 at 08:32

  Ó, svo margt sem er fallegt 🙂 Held samt að það sé eitt sem þú settir ekki inn í bloggpóstinn, hvítar kúlur með götum á og LED ljósi inni í….ofboðslega fallegar 🙂

  • Margrét Helga
   26.10.2017 at 08:33

   Sko…kúlurnar eru uppáhaldið mitt…og þær voru ekki í póstinum 😉

 2. anna sigga
  28.10.2017 at 11:53

  Sammála Margréti híhí 😊æðislegur bæklingur samt !! Mjög margt fallegt 😊😊

 3. Sigríður Þórhallsdóttir
  30.10.2017 at 21:14

  Mér finnst allt æðislega flott og langar í ALLT… 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.