Hrekkjavökuskreytingar…

…ohhhh, ég er svo ótrúlega heppin að eiga svo dásamlega vinkonu sem finnst ekkert nema sjálfsagt og skemmtilegt að taka þátt í alls konar klikkuðum hugmyndum sem ég fæ.  Þessi yndislega kona heldur eitt svakalegasta Hrekkjavökuboð landsins, og þar sem ég vissi að hún væri nú þegar búin að drösla niður öllum Hrekkjavvökuskreytingunum sínum (já það er sko hellingur), þá plataði ég hana til þess að hleypa mér í heimsókn og leyfa mér að skreyta borðstofuborðið hennar.  Það sem meira er, að þessi elska tók þátt í þessu af lífi og sál og gerði sko skreytingar á sykurpúða, möffins og ég veit ekki hvað og hvað.

Mikið af því sem þið sjáið er einhvers konar DIY-verkefni og þau koma í sérpósti, en til að byrja með – þá er hér borðið í heild sinni ásamt smáatriðum.  Ég veit að þetta er í fyrra fallinu, en ég vildi gefa ykkur séns á að sprella svolítið fyrir ykkar eigin partý – og koma svo – halda partý!

…hann er að vísu frekar þreyttur þessi við borðsendann, en hann er ekki dýr í rekstri – borðar sama og ekkert…
…við settum gráan dúk yfir borðið að hluta til, og síðan þennan svartan netalöber, sem að teygði sig alla leið upp í ljósakrónuna…
…grasker eru hluti af Hrekkjavökunni, og við vorum að sjálfsögðu með nokkur…
…svo er auðvitað nauðsynlegt að vera með nammipoka handa krökkunum og passið ykkur – glasið er full af augum í slími…
…glösin eru súper einfalt DIY sem kemur inn síðar…
…svo snýst þetta um að finna þessa hluti heima hjá ykkur, sem eru alveg fullkomnir á borðið. Eins og t.d. fimm arma kertastjakinn, og kökudiskurinn á fæti…
…skreytingarnar sem snillinn minn gerði ásamt syni sínum, þetta er svo sniðugt og skemmtilegt til þess að gera með krökkunum…
…og hver segir að það megi ekki líka vera fallegar rósir á Hrekkjavökunni?  Svo hey, ef þær deyja – þá passa þær bara enn betur inn…
…dásamlega krúttaðar köngulær (annað DIY) sem príla um á graskeri, og mamma þeirra ansi skerí þarna í baksýn…
…meiri snilldin…
…svo er það þetta með bakkana, þeir passa nú alltaf sko!  Glerkúplarnir líka 😉
…dásamlegur útskorinn krummi var alveg hreint eins og gerður fyrir þemað…
…svo ekki sé minnst á þennan ferlega fríki vasahaus, ég veit ekki hvort að þið trúið þessu sko, en hann er gerður af mér þegar ég var 11 ára.  Svo dásamlega passlega ljótur í svona, ekki satt?
…svo þegar tekur að rökkva, þá fer allt að færast í stílinn…
…það kemur einhver allt annar blær yfir allt saman…
…takið líka eftir leðurblökunum/fígúrunum á glugganum (enn eitt DIY) og þessum dásamlegu eikarlaufum sem voru algjörlega það sem ég var að leita að…
…grey kallinn, hann þarf meira að segja að bíða í viku í viðbót…

Listi yfir hvað er hvaðan:
Beinagrind – Kostur
Stóra graskerið – Kostur
Miðgrasker, með ljósi – Tiger
Lítið grasker með ljósi – einkaeign
Minnstu graskerin – Blómaval
Dúkur – efni úr Rúmfatalager
Netalöber – Panduro
Rósir og eikarlauf – Blómaval
Hausavasi 🙂 og 5arma stjaki – einkaeign
Tveggja hæða diskur – Rúmfatalager
Bakki – Rúmfatalager
Glerkúpull – Rúmfatalager
Rafmagnskerti – Rúmfatalager
Stór könguló og vefur – Tiger
Efni í köku/nammiskeytingar – Panduro
Föndurefni – Panduro
Augu – Tiger
Rör – Tiger

…hvernig lýst ykkur annars á?
Er skreytt fyrir Hrekkjavöku hjá ykkur?
Njótið helgarinnar ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Hrekkjavökuskreytingar…

  1. Anna Sigga
    21.10.2017 at 10:02

    hér aldrei skreytt fyrir halloween en sonurinn fer alltaf á halloween ball í skólanum sínum og þá reynir á mátt ógeðsins að hafa hann nógu krýpí 😀 var einu sinni þannig á öskudag og fékk lánaða brjóstkassa til að klæðast í þá og var með handlegg af beinagrind 😀 …. vakti mikla athygli þá.

  2. Margrét Helga
    24.10.2017 at 13:24

    Skreyti heldur ekki fyrir Halloween en bíð óþreyjufull eftir að geta tekið fram jólaskrautið 😉 En þetta eru hrikalega flottar skreytingar hjá ykkur vinkonunum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *