Lítið Rúmfóinnlit…

…ég var á bæjarflandri um daginn og hóf ferð mína í Hafnarfirði og gat ekki annað en dáðst að haustlitunum…
…síðar sama dag “datt” ég inn í Rúmfó í Skeifunni.  Mér fannst þessar hérna hillur svo ótrúlega flottar að ég var bara að deila með ykkur myndum af þeim.  Held líka að það gæti verið geggjað að setja tvær saman og snúa þeim ekki alveg eins……fyrir þær sem eru meira í rómantíkinni þá voru þessir hérna líka að koma.  Mér finnst þeir líka alveg súper kjút…
…jólatrésvegghillur.  Þetta væri æðislegt á vegg með einu svona hvítu kerti og svo smá greni, súper jóló…
…ótrúlega rustic og falleg…
…og mér fannst þessi aðventuspjöld líka æðisleg…
…þetta eru svona vetrarmyndir og það eru ljós í þeim…
…og þessi hérna grindverk fannst mér ansi skemmtileg.  Held að það sé hægt að gera mikið með þau…
…og fyrir þá sem ætla að vinna jólapeysudaginn í vinnunni – þá eru þessar til…
…meira rustic…
…og stjörnur – ég fæ ekki nóg af þeim…
…þessar klassísku eru komnar aftur, á sjálf bæði stjörnurna og jólatréð…
…þessir kransar finnst mér líka mjög fallegir…
…awwwww…
…mjög fallegir draumafangarar…
…stórar fjaðrir, sem væri æðislegar í vasa…
…vegghengi…
…og þessir vasar, sem mér finnst æðislegir eru komnir á tilboð…
…mikið af geggjuðum púðum…
…og æðisleg og súúúúúpermjúk teppi…
…töff veggspjöld…
…jólaseglar…
…þessir hérna fannst mér líka æðislegir…
…á leiðinni heim…
…í Rúmfó fann ég líka þennan hérna…
…ég krútta alveg yfir mig sko…
…Mola fannst þetta ekkert alltof spennandi…
….þar sem smá jólailmur er í loftinu, þá stóðst ég ekki mátið og löber kom með mér heim…
…og mér fannst þessir aðventuspjöld of falleg til þess að skilja þau bara eftir…
…og auðvitað stjörnurnar…
…falleg og stílhrein…
…hvað segið þið annars?
Tilbúin fyrir jólavörur í öllum verslunum? 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

7 comments for “Lítið Rúmfóinnlit…

  1. Margrét Helga
    19.10.2017 at 08:26

    Alltaf tilbúin fyrir jólavörur 😀 Versta er (eða kannski er það bara ágætt… 😉 ) að ég bý úti á landi og get ekki skoðað dýrðina á hverjum degi 😉

  2. Anna Sigga
    19.10.2017 at 08:27

    jah pínu snemmt samt gaman að skoða þetta 😀

  3. Gurrý
    19.10.2017 at 08:32

    Oh ég elska svona pósta. Þessi löber er æðislegur og mig vantar draumafangara. Þetta er sprn um borgarferð bara 🙂

  4. Fanný Mjöll Pétursdóttir
    19.10.2017 at 08:41

    Elska jólapósta, finnst það sko ekkert of snemmt 😉

  5. Kristín Hólm
    19.10.2017 at 09:07

    Það er aldrei of snemmt fyrir fallega jólahluti. Ég var í borginni í síðustu viku og heimsótti m.a. Rúmfó í Skeifunni. Þar sá ég nokkra jólahluti sem mig langaði í en gat ekki tekið með í flugið norður svo ég kom bara við í Rúmfó á Akureyri, áður en ég brunaði heim og keypti þessa hluti. Ég hafði á orði við einn starfsmanninn í búðinni að jólavörurnar væru með eindæmum fallegar fyrir þessi jól og það sama finnst mér um jólavörurnar í BYKO. Það verður því erfitt að velja úr þegar allt verður komið í hillurnar í búðunum.

  6. Anonymous
    19.10.2017 at 09:43

    Christ við þurfum að fara aftur í rumfó, elska þennan póst – allt í uppáhaldi löberinn, hillur, trén og auðvitað smá bældur molinn <3 – hvenær ertu game (",)

  7. Hófí
    20.10.2017 at 13:28

    Er þetta ekki bara vetrarlöber 😉

    Ekki of snemmt, kona þarf nú að undirbúa 🙂

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *