Plattapælingar…

…það er nú orðið ansi langt síðan að ég sýndi ykkur plattana mína fjóra sem hanga hjá skápnum í alrýminu…


…þetta eru sem sé Björn Winblad mánaðarplattarnir.  Ég fékk mér fyrir mánuðina okkar, sem eru þá febrúar, júlí og nóvember.  Þar sem við erum 2 fædd í júlí þá bætti ég einum svona “random” við því mig langaði að hafa þá fleiri en 3…


…því eins og þið sjáið á myndinni, þá eru þeir fremur smáir og það veitir ekkert af því að hafa fleiri en færri 😉


…en auðvitað gat ég ekki þar við setið.  Bara látið kyrrt liggja – hanga? – og verið til friðs, neineinei – ég fór á antíkmarkaðinn (eins og ég sýndi ykkur hér) og fékk mér þar einn stærri disk.  Þessir diskar eru fyrir árstíðirnar og eru því fjórir, og eins og sést á myndinni – stærri og meira eins og diskar.  Brúnirnar á honum eru kúptar – og þess vegna fellur mikið meiri skuggi á hann en hina plattana…
…ég var að sýna þetta og ræða mikið inni á Snappinu (soffiadoggg) og fékk þá margar ábendingar um að setja stóra diskinn efst.  En ég benti þá á, að ég bara “get” það ekki, því að hann virkar þyngstur, því hann er stærstur.  Þannig að það kom ekki til greina af minni hálfu…
… svo þarf þetta líka að passa við naglana sem fyrir eru – vil ekki vera alltaf að gera ný og ný göt, júsí…
…og fyrir þær sem spurðu, þá eru þetta mínir diskar…
…og þið sjáið hvað þeir heita og fyrir hvaða mánuði þeir standa…

…ég meðan ég var að þessu brasi fékk ég síðan senda þessa æðislegu mynd af plöttunum einum fylgjenda, og mér finnst þetta ææææðislegt ♥

…en svo er nefnilega málið – eins og ég sýndi ykkur í þessum pósti hérna (smella), að það er hægt að vera með nagla og leika sér síðan með hvað fer á þá.  Með það í huga þá sótti ég Mors dag-diskana frá Bing & Grondahl sem ég átti inni í skáp og prufaði þá…
…en ég er búin að eiga nokkra svoleiðis bláa diska, bæði Morsdag og fleiri í nokkur ár…
2014-08-09-213125
…þeir hafa t.d. hangið í eldhúsinu…
2014-08-09-213120
…þetta var sem sé þegar að eldhúsið var málað í SkreytumHús-litinum (sjá gamla póstinn hér)…
…mér fannst þetta koma skemmtilega út líka – blái liturinn verður enn fallegri á gráum grunninum og svo er líka jafnvel hægt að nota jóladiskana, líka frá Bing & Grondahl, þegar að sú árstíð nálgast…
…en ég hef notað þá sem t.d. hliðardiska á jólaborðinu hjá mér (sjá hér)


..svo því ég veit að mér eiga eftir að berast fyrirspurnir, þá fást svona vintage plattar/diskar á antíkmarkaðinum hjá henni Kristbjörgu á Akranesi, þið getið fylgst með henni á Facebook hér (smella).  Winblad-plattarnir minni eru á 1500kr, en ég er ekki viss um verðið á Morsdag eða jóladiskunum, þar sem ég hef ekki keypt þá þar – heldur erlendis eða fengið hjá mömmu.  Þetta er nú einmitt eitthvað sem er séns að þið getið bara “verslað” beint úr skápnum hennar mömmu/ömmu eða gömlu töntu 🙂

Svo er alltaf gaman að geta bara svissað á milli!
Hvort er þitt uppáhalds?
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

6 comments for “Plattapælingar…

  1. Margrét Helga
    18.10.2017 at 08:10

    Er alltaf svag fyrir bláum lit (og jólum) þannig að mér finnst að bláu megi vera….en hinir eru gordjöss líka 😊

  2. Vala Sig
    18.10.2017 at 09:30

    Það er ekki hægt að velja á milli þeir eru æðislegir.
    Frábær hugmynd að nota þá líka með diska, nú verður farið af stað að safna 😉

  3. Kristbjörg Traustadóttir
    18.10.2017 at 09:33

    fyrst ég er nefnd þarna má bæta því við að sem vantaði
    að það er sama verð á öllum minni plöttum þ.e. 1500.- jóla-mæðra og mánaðarplöttunum.

    • Anonymous
      18.10.2017 at 21:05

      Sæl Kristbjörg, er hægt að panta hjá þér platta og fá þá senda í pósti?
      Kv,
      Emma

  4. Sigríður Þórhallsdóttir
    18.10.2017 at 20:31

    Mér finnst bæði vera yndislega fallegt 🙂

  5. Hlìn Ìris
    26.01.2019 at 16:04

    Fèkk mèr einmitt jòlaplattana fyrir jòlin og notaði sem forrètta og eða desertdiska 👌eru svo fallegir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *