Haustferð og antíkmarkaður…

…og bæði er skemmtilegt 🙂  Þetta er nefnilega nokk pörfekt dagsferð.  Leyfa krökkum og hundi að hlaupa, fá smá útivist, komast í fjársjóðsleit hjá Kristbjörgu á Akranesi, sukka með Skútupylsu og svo Langisandur.  Þetta er allt saman yndislegt sko……og þessir dásamlegu haustlitir…
…þeir eru náttúrulega snilldarmyndefni sko…
…við keyrðum Hvalfjörðinn þrátt fyrir frekar svona suddalegt veður…
…og krakkarnir settu það nú ekki fyrir sér þegar kom að því að príla og leika…
…krúttaralegur lítill kofi…
…og svo var farið upp á Akranesið og eins og alltaf, kíkt til hennar Kristbjargar (smella hér til þess að sjá Facebook-ið hennar)
…trogin finnst mér æði – ég á sjálf 2 svipuð…
…prentarahillurnar eru alltaf klassík…
…og svona gamlar flöskur eru ææææði…
…fyrir bollastellasafnara, þá er þetta draumur…
…þvílík fegurð…
…og þetta fannst mér gordjöss! Takið líka eftir svönunum í efri hillunni…
…kona að mynda…
….æðislegar Maríustyttur…
….alls konar tarínur…
…eins og sést þá kennir þarna ýmissa grasa….
…Mávastellið…
…og plattarnir…
…hér er mitt uppáhalds…
….rauður, grænn og blár…
…svo fallegt…
…retró og fallegt…
…þetta könnublæti fer að verða vandræðalegt…
…þessir finnst mér geggjaðir…
…blátt og bjútifúlt…
…dásemd…
…og eins og áður sagði, þá er þetta rétti staðurinn til þess að leita að einhverju inn í stellið sem þú safnar…
…ótrúlega mikið af fallegum stellum…
…og tarínur…
..síminn til þín…
…alls konar lampar…
…hinar ýmsu Pínur…
…haha…
…Tinni og Kolbeinn, og allur heimurinn…
antíkmarkaðurinn er á Heiðarbraut 33 á Akranesi og er opinn flestar helgar á milli 13-17
…og svo, Langisandur…
…það fannst Molanum nú ekki leiðinlegt…
…og ekki þessari dömu heldur…
…svo ekki sé minnst á litla manninn og bestu vinkonuna…
…ég var að hlægja að eiginmanninum, sem beygir sig alltaf þegar við tökum mynd af okkur saman…
…en ástæða þess er einföld, og í raun afar praktísk…
…en þetta finnst mér vera hinn fullkomni helgarrúntur – þannig að ég mæli með þessu af heilum hug!

Vona að þið eigið yndislega helgi ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Haustferð og antíkmarkaður…

  1. Margrét Helga
    14.10.2017 at 09:24

    Þarf að gera mér ferð út á Skaga við tækifæri 😊 Margt flott á þessum markaði…á líka nokkrar frænkur þar sem væri gaman að kíkja á í leiðinni…sko á Akranesi, ekki markaðnum 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *