7 ára…

…í sumar, já ef þið trúið að þessi póstur er loks að koma inn núna, en í sumar varð yndislegi drengurinn okkar 7 ára.  Eins og við sumarbörnin þekkjum, þá er ekki alltaf einfalt að halda afmæli á miðju sumri og í ár var “enginn” heima þegar við ætluðum að halda upp á daginn.  Það sem öllu verra er, að enn er ekki búið að halda afmælisveisluna – ég er enn að bíða eftir sektarboðinu frá Foreldrafélaginu – það hlýtur bara að vera væntanlegt á hverri stundu.  En ég ákvað að skella inn nokkrum myndum frá afmælisdeginum, bara svona til þess að rifja upp þennan bjarta dag með þessum bjarta dreng sem ég er svo ótrúlega heppin að hafa fengið hlutverkið að vera mamma hans.

Hér á heimili er vaninn að vekja afmælisbarnið með söng og gjöfum, og er þetta hefð sem að krakkarnir eru mjög svo ánægð með.  Gjafirnar hafa iðulega verið í það minnsta þrjár, frá foreldrum – frá systkini – og frá hundunum.
…og í stað þess að vera með köku (því krakkarnir eru hvorug miklir kökukrakkar) þá keypti ég svona nammiköku í Hagkaup…
…ohhh þessi strákur sko……með nammið sitt…
…og já – þessi tvö eru nývöknuð…
…og svo er það aðalskemmtunin…
…en gaurinn átti eina afmælisósk – sveita Playmo…
…og já, hann fékk ósk sína uppfyllta…
…og það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessum gaur opna pakka…
…það eru svo mikil svipbrigði…
…dæmi 1…
…dæmi 2…
…alltaf þakklátur og man eftir að knúsa fyrir alla pakka – ástin á milli þessara tveggja bræðir mig…
…dæmi 3…
…loksins hesthúsið – hann fór nefnilega á hestanámskeið í sumar…
…nú og þó við værum bara fjögur sem sátum við borðið á þessum afmælismorgni, þá var lagt á borð og gert smá kózý…
…enda er þetta svo sannarlega ástæða til þess að fagna…
…7 ára afmæli eru nefnilega risastór…
…ég notaði bara það sem til var hérna heima…
…stjörnuservéttur…
…og diskar sem ég keypti á Spáni í sumar…
…á meðan við gerðum pönnsur í morgunmat, þá hjálpaði stóra systir að setja saman dótið.  Þetta er ástæðan fyrir að pullurnar, og þetta stóra borð eru snilld.  Ég hef ekki tölu á hversu mikið þau nota þetta svona, til að leika eða bara til þess að horfa á sjónvarp og jafnvel borða þarna svona þegar leyfi fæst…
…svo þarf að taka við símtölum frá ömmum og öfum…
…smá hollusta…
…en annars bara almennt sukk…
…það má nefnilega allt á svona tyllidögum!
7 ára afmæli ♥
…yndislegi 7 ára afmælisdrengurinn minn ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “7 ára…

 1. Margrét Helga
  10.10.2017 at 09:23

  Flottur afmælisdrengur 😊

 2. Anonymous
  10.10.2017 at 22:00

  Yep bíðum enn eftir boðinu (“,)
  Yndislegar myndir af yndislegum strák ❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published.