París…

..ó vá, hvað get ég sagt! Annað en bara Je t’aime Paris!
…lagt var af stað á þessum dæmigerða ókristilega tíma – fyrir allar aldir…
…og við flugum inn í dásamlega milda franska haustið…
…og ég skrökva ekki að ykkur, ég tók andköf og skríkti þegar ég sá loksins Eiffel-turninn sem mig hefur langað sjá síðan ég man eftir mér…
…hótelið okkar pöntuðum við á netinu.  Í gegnum Booking.com og heitir það Derby Eiffel Hotel.  Ekkert úber fínt hótel, en hreint og huggulegt bara.  Það sem var síðan best við það, útsýnið…
…því um leið og maður gekk út um dyrnar þá blasti hann við…
…og við byrjuðum á að fara i smá labbitúr – og þetta var allt bara svo franskt – og ég meina það sem hrós!
…þið vitið bara svona La Vie en Rose-spilandi í hausnum og allt það…
…við ákváðum að túristast af fullum krafti, og fengum okkur miða í Big Bus.  Fengum okkur 2ja daga passa sem þýðir að við gátum farið um borgina og farið úr á hvaða stoppi sem er.  Gátum líka hlustað á fróðleik um borgina í leiðinnni sem var mjög gott…
…hér er td. Les Invalides, og þetta er hvíldarstaður Napóleons.  Hann var færður til Parísar eftir andlátið, gengið með hann undir Sigurbogann og þarna hvílir hann nú í Les Invalides – sem er í raun spítali/dvalarstaður hermanna sem var byggt að ósk Louis XIV, sólarkonungsins…
*loftmynd af Les Invalides, fengin héðan!*
Invalides aerial view.jpg…já og þetta, þetta eru túristar í París…
…og almennt er maður bara í því að taka andköf og í hálfgerðu móki yfir allri þessari fegurð…
…það er svo ótrúlega mikil saga í þessari borg…
…mér fannst hver einasta bygging vera eins og listaverk…
…við keyrðum fram hjá Louvre safninu.  Inngangurinn í safnið er þarna við pýramídann…
…og hinum megin við götuna er hægt að ganga í gegnum fallegan garð sem liggur síðan upp að ChampsÉlysées…
…áfram var keyrt meðfram Signu, og alls staðar eitthvað sem manni langaði að stökkva út og skoða nánar…
…og þegar Big Bus-inn stoppaði hjá Notre Dame, þá bara gátum við ekki meira og fórum út…
…rómantíkin allsráðandi…
…við Signu…
…við Notre Dame.  Við fórum ekki upp á svalirnar að leita að Hringjaranum, en við fórum inn í kirkjuna…
…sem er ofsalega falleg.  Bygging hennar hófst 1163, þannig að það er synd að segja að sagan sé ekki löng…
…kveikt á kertum…
…gluggarnir eru stórbrotnir, og bara að sitja þarna inni og horfa á sólargeislana skína í gegn var eins og einhvers konar helgiathöfn…
…maður verður síðan glorhungraður af allri þessari fegurð og við tylltum okkur á kaffihús við hlið kirkjunnar, svona til þess að njóta hennar lengur…
…og veðrið var líka svo gott – alveg hreint fullkomið veður til þess að rölta um og njóta Parísar.  Mæli með svona haustferðum sko…
…fá Notre Dame löbbuðum við yfir til Louvre safnsins.  Á leiðinni komum við að ástarbrúnni, þar sem elskendur festa lása sem stöfunum sínum á og kasta lyklinum í ánna…
…en þar sem þetta kærustupar til 23 ára var ekki með neinn lás, og bara húslykla í veskinu, þá slepptum við bara henda þeim í ánna…
…næsti póstur, meiri París!P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “París…

  1. Margrét Helga
    05.10.2017 at 08:14

    Vá!! Geggjað 🙂 Sá einmitt auglýsta aðventuferð til Parísar núna fyrir jólin…vonandi verður hún aftur seinna 🙂 Dauðlangar til að fara og sú ferð sameinar tvennt sem mér finnst æði…París og jólin, eða jólaundibúning 😉

  2. Ragga
    05.10.2017 at 08:46

    París er dásamleg 🙂

  3. Hafdís
    05.10.2017 at 08:58

    Frábær pistill hjá þér. Ég endurupplifi Parísarferðina sem ég fór í fyrir 12 árum við lesturinn og að skoða myndirnar😃 hlakka til að sjá fleiri myndir frá þér.

  4. Margrét Milla
    05.10.2017 at 11:03

    París og Versalir eru æði, en Barcelona tókst að toppa París! 🙂

  5. Harpa Hannibals
    05.10.2017 at 21:19

    París er dásamleg borg ❤ og takk fyrir æðislegan póst 👑 alltaf gaman að rifja upp endurminningar frá París ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *