Innlit í Lín Design…

……þegar ég var á Smáratorgi núna um daginn, þá rak ég augun í að Lín Design var komið með nýjar myndir á auglýsingaskiltin sín.  Mér fannst myndin svo kózý að ég varð bara að taka smá hring þarna inni.  Svo er Lín Design líka með lagersölu núna um helgina – og því upplagt að minna á hana líka…Laufkrans er hluti af nýju línunni og mér finnst þau mjög falleg…
…og svei mér þá hvað ég er enn skotin í klukkuvegginum sem við settum upp (sjá hér)
…þessi hérna eru svo alveg yndisleg – tvílit, grá öðru megin og hvít hinum megin (sjá hér)
…mikið af fallegum skrautpúðum…
…meira af nýju, hér eru fjöll og firnindi (smella)
…og persónulega finnst mér Braggablúsinn ferlega fallegur (smella)
…alls konar skrautpúðar sem passa með…
…og svo auðvitað öll hin fallegu verin…
…mér finnst svo hreint og fagurt að horfa svona á hvít og slétt rúmföt…
…ofsalega fallegir löberar og dúkar…
…Braggablúsinn sko…

…í nýju línunni, svo fallega bleikur litur…
Úffff….hvað mér finnst svona flauelspúðar og teppi falleg!
Smella hér til þess að komast á Facebooksíðu Lín Design  – og skoða allt um Lagersöluna.
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Innlit í Lín Design…

  1. Margrét Helga
    30.09.2017 at 16:42

    Var einmitt að keyra í Auðbrekkunni í gær og sá húsið sem lagersalan verður í…en var degi of snemma 😉 En já…margt fallegt þarna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.