Innlit í Bakgarðinn…

…sem er hreint út sagt dásamleg verslun sem stendur við hliðina á Jólahúsinu á Akueyri.  Þarna kemur allt saman, umhverfið, húsnæðið og svo vörurnar – allt er fallegt!…velkomin inn…
…allar þessar litlu vegghillur voru að heilla mig…
…enda svo skemmtilegt að nota þær til þess að blása persónuleika í rýmin, sérstaklega eldhúsin…
…ójá – þarna er alls konar sem ég hefði vel getað tekið með heim…
…já einmitt, samsvara mig með þessu…
…þessi fannst mér æði…
…og hversu sætar eru þessar…
…geggjuð múmín viskustykki…
…ójá  ❤

…ég þekki nú nokkrar blúndukonur sem taka andköf yfir þessari hérna…
…og þessar hérna fannst mér hreint æðislegar!
…já þessi hérna standur ætti að duga manni…
…þessar hillur myndu sko gera heilmikið í hvaða eldhúsi sem er…
…bara gordjöss allt saman…
…æðislegur ketill…
…snilld fyrir rúmteppið og púðana…
…mér líður stundum eins og ég sé í Kardemommubænum þegar ég er þarna inni…
…dásamlegur ævintýraheimur…
…og svo er meira segja jafn fagurt utan dyra…
…rétt eins og innandyra…
…þessi er uppáhalds!
Ertu búin að koma við þarna? ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Innlit í Bakgarðinn…

  1. Margrét Helga
    22.09.2017 at 08:06

    Bakgarðurinn er æði! Fæ svo illt í langarann þegar ég fer þangað inn 😉

  2. Guðrún
    22.09.2017 at 08:51

    Dásamlegt!

  3. Anna
    22.09.2017 at 09:46

    Allgjörlega uppáhalds búðin mín, maðurinn minn hringdi einu sinni í mig þegar ég var stödd í Bakgarðinum, hann spurði mig hvort ég væri ekki örugglega bara á Akureyri, ég hljómaði eins og ég væri í útlöndum 😂 Semsagt á innsoginu 😂

  4. anna sigga
    22.09.2017 at 12:37

    Elska bakgarðinn sem betur fór þá flutti hún ekki langt…var fyrst í miðbænum og ég gat altaf fundið eitthvað í jólagjöf…en nú fer maður bara í spariferðir í sveitina fögru 😊😉

  5. Birgitta Guðjons
    22.09.2017 at 21:10

    Nei ég á alveg eftir að koma í Bakgarðinn….sé nú að ég þarf að drífa mig í næstu Ak …ferð……og taka jolahusið í leiðinni…..

  6. Kristín
    25.09.2017 at 23:55

    Takk fyrir að sýna Bakgarðinn, hélt að henni hefði verið lokað, en ekki flutt. Eitthvað til að hlakka til í næstu Akureyrarferð!

  7. Kristin Oskarsdottir
    02.11.2020 at 17:48

    Finnst ég ekki hafa komið til Akureyrar fyrr en ég er búin að fara í bakgarðinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *