Innlit í Geysi…

…Þegar við fórum í ferðina okkar til Akureyrar, þá kom ég við í Geysi og smellti af nokkrum myndum. Búðin er svo ótrúlega töff að ég bara varð að deila þessu með ykkur……geggjuð gamaldags Íslandskort…
…ullarteppin…
…þessa kassahugmynd væri hægt að nýta t.d. í krakkaherbergi, gæti komið mjög flott út…
…þetta loft og þessir gömlu bitar…
…skemmtilegar lausnir, eins og heyhvíslin og gamli balinn…
…grófu ljósin smellpassa þarna inn…
….svo fallegt…
…kannski óvenjulegt innlit – en þetta heillaði mig alveg upp úr skónum.  Það er nú þess virði að sýna svoleiðis – eigið góðan dag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Innlit í Geysi…

  1. Margrét Helga
    11.10.2017 at 08:05

    Geggjuð búð og svo ótrúlega margt fallegt til þarna 🙂

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *