Akureyrin…

…er alltaf jafn dásamleg!  Við hjónakornin lögðum land undir fót, og skelltum okkur í smá roadtrip.  Bara við tvö, og auðvitað hundarnir tveir í skottinu.  Að vísu er ágætt að taka það fram að venjulega eru þeir í sitthvoru bælinu, en stundum finnst þeim best að fá að kúra saman, og fá það svona í innanbæjarskottúrum….

Ástæða ferðar: Baggalútstónleikar á Græna Hattinum 🙂
Bónus, alltaf yndislegt að koma norður, og sér í lagi ef maður á góða vini til þess að hitta þar.
Byrjuðum á morgunmat, um hádegi, í Bakarí-inu við Brúnna…

…og ég er enn að hugsa um hvers vegna ég fékk mér ekki sneið af þessari hérna…
…og skemmtilegt lestrarefni á meðan á borðunum sjálfum…
…svo þegar komið er inn í bíl eftir snæðing, þá tekur lyktarlöggan á móti manni…
…ferlega krúttuð öll rauðu ljósin á Akureyrinni…
…þá sjaldan að “gamla settið” lyftir sér upp…
…nú og fyrst að maður er í “útlandinu” þá var bara skellt í að fá sér einn kjól og meððí……svo var það Greifinn að kveldi dags…
…og eftir það fóru litli og stóri…
…saman á Græna Hattinn…
…og skemmtu sér sérlega vel – auðvitað…
…eins og það væri hægt að bæta Baggalútana, en þarna bættist við leynigesturinn Jóhanna Guðrún…
…svo var það rúnturinn heim á sunnudeginum…
…Öxnadalurinn, einn fallegasti staður á landinu…
…maður skellir sér auðvitað í nýja kjólinn á leiðinni heim…
…og svo var það bara rúnturinn endalausi…
…þar til hann tók enda, og allir voru glaðir að teygja úr tám og rófum!
Næstu póstar verða síðan innlit í Blómabúð Akureyrar, Lottu, Geysi, Bakgarðinn, Jólahúsið og Flóamarkaðinn!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Akureyrin…

  1. Anonymous
    13.09.2017 at 13:01

    Þið hafið haft nóg að gera fyrir norðan 😀gott að þið skemmtuð ykkur á grænsa 😊😀

  2. Margrét Helga
    13.09.2017 at 13:20

    Akureyri er æði! Hef alltaf sagt að ef ég yrði neydd til að búa í þéttbýli þá myndi ég velja Akureyri allan daginn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.