Haustlyng…

…er komið í hús. og því er ekki að neita að þrátt fyrir dásamlegt veður að það er haustlykt í loftinu.  Ég veit ekki með ykkur, en það fylgir nefnilega haustinu hjá mér að fá sér haustlyng/Erikur……venjulega set ég þær fyrir utan hús, en núna ákvað ég að nota þær bara hérna innan dyra – í það minnsta fyrst um sinn.  Þetta er að kosta í raun bara minna en að fá sér afskorin blóm, því að erikurnar eru á tilboði á flestum stöðum sem selja þær.  Ég fékk t.d. 3 saman á 990kr.  Þannig að allt sem er á borðinu var á undir 2000kr…
…ég ákvað að sleppa bara að nota dúk eða löber á borðið í þetta sinn, en notaðist þess í stað við marmarabretti sem ég á (Byko) og lítinn marmaradisk sem ég fékk í afmælisgjöf (DUKA)…
…er að fíla það bara nokkuð vel að vera með þennan rustic-fíling með öllu þessu hvíta og fínlega. Í stóru könnunum eru gerviblóm úr Rúmfó, sem ég er súper skotin í.  Hef ekki hvílt þau síðan ég fékk mér þau í maí – sem segir eitthvað sko…
…síðan keypti ég reyndar lifandi greinar í vasa – svona fyrir helgina…
…en mér finnst það samt koma skemmtilega út að vera með svona mikið af erikunum/haustlyngi hérna inni…
…ég setti síðan bara álpappír í botninn og braut upp á smá kant, þannig að þegar ég set blómapottana aftur ofan, þá skemma þeir ekkert trétrogið þrátt fyrir að vera blautir…
…annars bíð ég spennt eftir að þessi vika klárist, þar sem eiginmaðurinn er búinn að vera erlendis í vinnuferð síðan seinsta laugardag :/  Sem betur fer snýr hann aftur heim í kvöld, og við getum ekki beðið eftir að fá hann aftur í kotið til okkar.
Sem sé – húrra fyrir föstudegi, fyrir endurkomu eiginmannsins, og bara fyrir helginni!  Síðar í dag, eða í seeeeeeinasta lagi á morgun, þá verður tilkynnt hver vann gjafaleikinn góða – og vá – hjartans þakkir fyrir súper þáttöku ❤️

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *