Fjögur lítil verkefni…

…eins og sagði frá í póstinum fyrr í morgun, þá er Panduro að opna í Smáralindinni í dag.

Mér finnst þetta ótrúlega spennandi, því þegar ég hef farið erlendis þá hef ég alltaf leitað eftir því að komast í þessar búðir.  Endalaust úrval af spennandi föndurvörum.  Ég fékk að fara inn í gær og mynda í búðinni, og einnig að velja nokkrar vörur sem mér fannst spennandi. Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Panduro.

#1

Þessi hérna bók, og með henni fylgja þessir hérna pennar, þótti mér jafn spennandi og mér fannst hún hræða mig 🙂

Hljómar eflaust kjánalega, en svona script hefur alltaf heillað mig – og ég kann ekkert að gera svona.  En hvað, skyldi nú verða breyting þar á?

…það er hægt að skoða alls konar mismunandi möguleika…

…í bókinni eru sýndar ýmsar aðferðir …
…og bara almennt hvernig á að draga til stafs…
…og ef ég get gert eitthvað í líkingu við þetta eftir einhvern tíma, þá tek ég þrefellt flikk flakk – veit ekki hvernig, en ég fæ bara kranabíl…
…í bókinni eru fjölmargar þykkar blaðsíður og á þeim er sem sé svona dauf forskrift…
…og ég fór ooooooofurhægt af stað…
…rykkjóttar stöpular línur…
…pennarnir eru breiðir öðru megin en mjóir í hinn endann, og maður leikur sér svo bara að þessu.  Ég vil sko taka það skýrt fram að ég sé hversu ófagmannlega er að þessari skrift staðið, en svona er þetta í 1.bekk – maður er að læra…
…síðan er hægt að fara yfir með blautum pensli, og þá verður svona vatnslitabragur á þessu.
Ég veit ekki með ykkur. en ég er mjög spennt að prufa mig áfram…

#2

Ok, næsta verkefni sem var að heilla voru þessir hérna postulínspennar og bollar.  Það er sem sé hægt að teikna/skrifa á bollana, setja þá svo inn í ofan í x-langan tíma, og la voila – þetta þvæst ekki af.  Algjörlega snilldar jólagjöf fyrir ömmur og afa sem allt eiga og bara svo skemmtileg minning…

 Ég er t.d. með diska ofan í skúffu hérna sem ég teiknaði á þegar ég var bara smásnuð…

…34 ára plastdiskar sko, geri aðrir betur.  Og já, endilega gefið ykkur tíma til þess að dáðst að höndunum á unga drenginum, Dumb and Dumber-klippingunni og umfram allt eyrunum.  Tvífætti kötturinn er líka góður.  Daman með svona líka fínt rautt skraut í hárinu og jú, auðvitað honum ET sem er kominn með einhvern konar holdsveiki því hann er orðinn blettóttur greyjið…

…en ég sé svoldið fyrir mér að ná að tvinna þetta saman, skrautskriftina sem ég læri af bókinni og að geta skrifað svona á könnur og allan slíkt.  Svoldið svona eins og stóra fína kannan mín á myndinni, sem var að sjálfsögðu keypt með þessu á…

…ég prufaði smá – þetta er gleði og Gól? Jól?
Það er í það minnsta ekkert mál að þurrka af þegar að ekki er búið að brenna, þannig að maður getur bara prufað sig áfram…
…sko, bara lítið og einfalt…
#3

Svo í kvöld eru t.d. þessir hérna trélitir á tilboði…
…ferlega flottir litir…
…og í skemmtilegum trékassa…
…þessi tvo voru í það minnsta alsæl – þarna eru þau að byrja að hanna bollana sína…
…vanda sig, en orðinn ansi lúinn – og var því sendur í ból áður en hægt var að gera nokkuð af viti…

#4
Eitt af því sem ég hef alltaf hrifist mikið af eru galleríveggir.  Þessar hérna spýtur til upphenginga fannst mér því mjög spennandi kostur – er með eina af minni týpunni og aðra af þeirri stærri…

…þetta eru einfaldlega tvær spýtur með segul á, sem er smellt sitt hvoru megin við plagat eða mynd…
…ég ákvað að taka þær og mála helming svartar…
…en bæsaði hinar…

…það er síðan flott úrval af mjög fallegum plagötum…
…og þessir rammar eru mjög spennandi kostur…

…og prufaði að skella þessu upp á vegg og ramminn á hilluna – og eins og sést þá er hérna viðaráferðin á spýtunum…

…mér finnst þetta koma skemmtilega út, en þarf að mynda þetta í betra ljós – hér er haustmyrkrið komið af fullum krafti…
…en svo er bara hægt að snúa þessu við – og þá er hægt að hafa þetta svart.  Það er nú svolítið sniðugt, ekki satt?
…og eins og þið sjáið á hlið – þá er þetta ekkert of áberandi, og hey – tveir fyrir einn og auðvelt að breyta…
…annars er ég spennt að hitta vonandi sem flesta þarna í kvöld…

…og endilega segið mér hvað þið eruð spenntust fyrir? ❤
Hér má smella og skoða meira af tímariti Panduro.
Heimasíða Panduro.
Facebooksíða Panduro.

3 comments for “Fjögur lítil verkefni…

  1. Anonymous
    31.08.2017 at 14:12

    …finnst trélitakassin æði en ramminn snilld – sé fyrir mér listaverk krakkana upp á vegg og auðvelt að skipta út (“,)
    Hlakka til að fara i þessa snilldarbúð – fór reglulega í hana í DK (“,)

  2. Margrét Helga
    01.09.2017 at 08:56

    Mig langar í allt 😊 hlakka til að kíkja í búðina!

  3. Anna
    07.09.2017 at 20:37

    Spennandi að æfa skrautskrift og setja svo á bolla og svoleiðis, búin að kíkja í búðina, margt æðislegt en ég sakna Tildu-línunar sem ég hreynlega elska 💕

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *