Sumri hallar…

…og hvort sem þið trúið því, eður ei, þá hefst skólinn hjá krökkunum aftur í dag <3
Guð blessi alla rútínuna og allt það!
Ég er búin að sýna svo mikið af eldhúsum undanfarið – að ég ákvað bara að láta inn nokkrar myndir af eldhúsinu okkar hérna í dag…

…ég er nefnilega búin að vera að spá svolítið í hvað væri skemmtilegt að setja inn á snappið – og datt í hug að fara yfir ýmislegt sem við gerðum hérna heima á sínum tíma.  Hvað er að standast tímans tönn og hvað hefði getað farið betur.  Hvernig hljómar það?
…ég er samt enn í dag jafn sátt við eldhúsið og þegar við settum það upp fyrir 8 árum…
…hef gaman að skipta út litlu hlutunum og breyta þannig til…
…og ég er svo sátt við þá ákvörðun okkar að hafa eldhúsið einlitt (sjá hér)
…og það að hafa alla þessa stóru glugga, og endalausa birtu sem flæðir hérna inn – það er líka uppáhalds…
…ég hugsa samt líka að mér þætti þetta frekar litlaust, ef við hefðum ekki ákveðið að hafa svartsilfraða kantinn á borðplötunni.  Þetta er sko alveg “maskarinn” sem þurfti…
…ég er líka enn svo kát með gardínustöngina okkar, ljósin og greinarnar sem við settum upp…
 Ljósin þræðast innan í stöngina, og ef þú vilt skoða það nánar þá eru myndir og útskýringar hér
…eins er ég ótrúlega ánægð með að hafa látið parketið flæða um allt húsið.  Hefði alls ekki verið sátt við að brjóta upp rýmið í minni hluta með t.d. flísum.  Margir eru forvitnir um hvernig parketið er að halda sér, og það er í góðu standi.  Það eru tveir staðir sem sést eitthvað á því, en það er eftir að hlutir hafa dóttið í gólfið, og það hefði eins getað hoggist upp úr flísum við slíkt hið sama…
…veggirnir eru allir í sama litnum, Draumgráum (sjá hér)
…skápurinn hefur auðvitað verið málaður nokkrum sinnum, en ég er í það minnsta enn sátt við að hann svartann…
…sömu greinarnar og eru í eldhúsglugganum, eru í ljósinu yfir borðstofuborðinu…
…en þetta eru coryllusgreinar/nornakvistur, fást í blómabúðum og t.d. Ikea fyrir jólin…
…svo finnst mér alltaf voða notalegt að vera með góðar minningar á ísskápnum, það hlýjar manni daglega…
…allt um skipulagið í ísskápnum hér
…þannig er það þá…

…og þannig er það nú!
Vona að þið eigið yndislegan dag ♥♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

3 comments for “Sumri hallar…

  1. Margrét Helga
    23.08.2017 at 08:05

    Er líka ofboðslega sátt við eldhúsið þitt! 😉 Væri helst af öllu til í að hafa það heima hjá mér 😛

  2. 23.08.2017 at 13:50

    Hvaða litur er á veggjunum í eldhúsinu?

  3. Sigrún Baldurs
    26.08.2017 at 00:53

    Ég er svo hrifin af loftinu i húsinu þí/ykkar, er það háglans? Og ég verð að segja þér að ég hef alltaf gaman að lesa bloggið þitt og það er fyrsta bloggið sem ég byrjaði að pæla eitthvað í. Þakka þér fyrir skemmtunina í gegnum árim 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *