Dekkið fær lit – fyrir og eftir…

…jæja pallurinn!  Þetta ber ekki á sig sjálft sko, neinei – ég fæ bara eiginmanninn í það 😉

…eins og sést á þessari mynd þá er dekkið á pallinum ljósara en veggirnir – enda er það búið að veðrast í allan vetur.  Upprunalega þá var dekkið í sama “gula” tóninum og veggirnir…
…en við notuðum Viðar Pallaolíu frá Slippfélaginu, og liturinn er merktur sem Smágrár hjá þeim, ef þið hafið hug á því…
…þegar maður opnar dósina þá lýtur þetta svona út…
…en þegar það er hrært upp í þá kemur liturinn í ljós…
…eins sést þá er þetta ekki fjarri þeim lit sem er á pallinum nú þegar, þetta tónar bara niður allan gulan lit…
…við fengum okkur líka svona breiðan pensil sem hægt er að beygja hausinn á, og svo er hann settur á skaft…
…eins er þetta fyrirtaks yfirvaraskegg fyrir þá sem vilja…
…og svo var byrjað – og þið sjáið þarna í kringum rennuna…
…góðar strokur…
…og liturinn kemur í ljós…
…svo er það seinni umferð, það þarf…
…búið að fara tvisvar yfir spýturnar næst vegginum…
…og þarna sést pensillinn á skaftinu…
…og þið sjáið hérna muninn, þegar að seinni umferð er komin á nær vegginum…
…þarna sést verk í vinnslu…
…og sýnir hversu ljós liturinn er.  En við vildum halda honum ljósum og losna við allan gulan tón…
…aaaaaalveg að verða búinn…
…við fórum næstum með heila 10l fötu á fyrstu umferð, enda var viðurinn mikið að drekka í sig eftir að hafa veðrast í næstum heilt ár.  Síðan fór rétt um helmingi minni á seinni umferð…
…og að verki loknu…
…sólin blessar dagsverkið…
…og ég verð að segja að við erum ótrúlega ánægð með litinn…
…því að hann er einmitt eins og við vildum – ljós og smá út í grátóna…
…og það sést best í samanburði við veggina, eins og áður sagði…
…og svo þegar allt er komið á pallinn aftur…
…þá fyrst fer að verða gaman að þessu 🙂
…alveg í stíl við Storminn 🙂
…og næsta vers: bera á veggina fyrir veturinn…
…og næsta sumar: þá þarf að setja hinum megin við, og klára að “loka” þessu…
….þreytandi þetta brölt á þessum palli greinilega, Moli tekur sér kríu…
…þessi bekkur er undir þakskyggninu, og ég er búin að komast að því að þarna er fyrirtak að geyma púða stundum, þar sem það vill nú rigna á okkar fagra Fróni…
…en við erum eins og áður sagði, enn og aftur, mjög sátt við hvernig þetta er að koma út…
…eitt tipps sem við fengum og fannst mjög augljóst og skynsamlegt, em er alltaf gott að heyra: að þegar borið er á pallinn í framtíðinni, þá er gott að blanda sama litinn og þú notaðir áður, við glærann.  Sem sé þynna hann út, því annars ertu alltaf að dekkja pallinn.  Það er að segja, ef þú ert með dökkan lit
…það sem við erum ánægð með þessa framkvæmd okkar hér í sumar…
…lúxus sem allir njóta ♥
Svo að lokum – samanburðarmynd: fyrir og eftir…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Slippfélagið!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

6 comments for “Dekkið fær lit – fyrir og eftir…

  1. Vala Sig
    16.08.2017 at 11:33

    Vá hvað þetta kemur vel út, frábær litur

  2. Margrét Helga
    17.08.2017 at 08:18

    Flottur litur á pallinum! 🙂 Öfunda ykkur samt ekkert af því að þurfa að bera svona á hann 😉

  3. valdís
    15.09.2017 at 12:53

    Flottur litur á pallinu 🙂 Ég fór í Slippfélagið í Borgartúni og ætlaði að kaupa þennan lit undir þessu nafni: Viðar- Pallaolía – SkreytumHús-pallur og fundu þeir ekkert um þetta í kerfinu. Gætir þú gefið mér upp númerið á þessum lit?

  4. Sigriður s gunnlaugsdóttir
    13.09.2019 at 08:47

    Takk kærlega fyrir Soffía Dögg,ég er búin að kaupa þennan flotta lít,nú er bara að bíða eftir þurrki🥰👍

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.09.2019 at 00:05

      Gaman að heyra!

  5. Anna
    14.06.2020 at 13:54

    Sæl Soffía Dögg, flottur pallur 🙂 en nú eru liðin nær 3 ár frá þessari færslu. Hvernig hefur dekkið reynst? Hvernig hafið þið haldið honum við og hvernig er ljósi liturinn að halda sér? Kveðja, Anna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *