Stofubreyting – fyrir og eftir…

…ég á svo dásamlega vinkonu sem var í svo mikilli tilvistarkreppu með stofuna sína.  Henni fannst hún bara ekki vera nógu kózý og hlýleg.  Þar sem þessi yndiz vinkona er ekkert nema hjartað og yndislegheitin, þá bara urðum við að gera stofuna henni verðuga.  Ég plataði aðra vinkonu með okkur í lið, og saman áttum við súper skemmtilegan dag þar sem við sjænuðum stofuna til á nokkrum klukkustundum.  Í sannleika sagt, þá held ég að þetta hafi bara tekið um 3 klst ef við tökum blaður og matarhlé í úr myndinni.

Byrjum á klassískum fyrir-myndum:
Eins og sést á fyrir-myndunum, þá er sko ekkert að þessari stofu.  Glæsilegt sófasett og fullt af fallegum hlutum, en eins og áður sagði – þá þráði húsmóðirin meiri hlýju og kózý.
Það sem var kannski að “pirra” var t.d. að sófinn náði ekki að vera miðjusettur undir ljósunum.
Mottan var ekki nógu breið til þess að ná undir allan sófann.
…okkur langaði að ná í meiri eik þarna inn, eins og sést á arininum…
…hillurnar voru þarna fyrir, en við ákváðum að endurraða í þær…
Þannig að  – fyrir þetta minimeikóver voru nokkir hlutir á innkaupalista:
* nýjar og “flöffí” mottur
* léttar stofuborð
* púðar og smáhlutir til að koma með lit inn í rýmið

Kvöldið áður þá fann ég fallegt gangaborð á SkreytumHús-sölusíðunni, og við keyptum það og þá fóru hlutirnir að gerast.

Eftir myndirnar:
…stóri munurinn er strax að færa til sófana.  Með því að setja stóra sófann undir gluggann og hægindastólana á móti, þá opnum við upp alla stofuna og gerum hana aðgengilegri.  Sömuleiðis gerði hliðarborðið alveg ofsalega mikið þarna inni.
Af þeim hlutum sem við keyptum, þá voru motturnar alveg snilld.  Það sem stofan breyttist við það að fá motturnar þarna inn.

Við vorum búnar að plana heilmikla bæjarferð og ætluðum að fara víða, en við byrjuðum í Rúmfó og þurftum síðan ekki að fara neitt annað.  Allt sem við keyptum inn, var verslað þar…

…mottuna hef ég notað áður – bæði í AHS-básum og herbergi dótturinnar, en hún er svo mikið uppáhalds.  Bæði er hún súper mjúk og svo bara þvílíkt falleg.  Hún kemur í tveimur stærðum, en sú stærri var ekki nógu stór fyrir stofuna.  Við redduðum því með því að taka bara tvær minni og setja þær saman.  Ef þið horfið á myndina hér fyrir ofan þá sjáið þið aðeins í skilin.
Mottan heitir Aksfrytle (sjá hér)

…til þess að létta á, og til þess að ná eikinni inn, þá tókum við inn 3 smáborð.  Fannerup er stærsta hvíta borðið, og tvo Ordup hliðarborð, með glerplötu – saman í setti.  Þetta er líka skemmtileg lausn í veislum, gaman að splitta þessu upp eftir þörfum…

…það er líka gaman að svona tröppugangi í stærðum, þannig að hægt sé að renna minni borðunum undir þau stærri…
…hliðarborðið sem við fundum á sölusíðunni var síðan tær snilld.  Það er svona silfur/gull-blandað á litinn, og upphaflega planið var jafnvel að spreyja það svart.  En fyrst um sinn mun það fá að halda sínum lit, sér í lagi þar sem það ýtti svo undir þennan geggjaða lampa sem þau áttu fyrir (kemur frá Ilva)…
…ef þið skoðið fyrstu fyrir-myndina, þá sjáið þið varla lampann – hann náði ekkert að njóta sín. En núna, hann er stjarna, það er bara þannig…
…eins með því að setja hluti undir hliðarborðið, þá náum við mikið skemmtilegri “vídd” í herbergið og tengjum þetta allt saman…
…innbyggðu hillurnar voru fyrir, en við ákváðum að taka nokkrar í burtu og fækka myndarömmum, svona til þess að létta á öllu…
…eins gefur þetta fallegum hlutum sem til eru meiri tækifæri til þess að njóta sín…
…og það kemur líka alltaf best út að hafa hæðstu hlutina, eða þá sem hafa mestu sjónrænu þyngdina, neðst 🙂
…þess vegna eru t.d. hvítir vasar hérna, þeir eru “léttir” að sjá…
…á vegginum eru síðan fjórir af fallegu mánaðarplöttunum hans Björn Wiinblad…
…en við keyptum okkur einmitt báðar svona á antíkmarkaðinum hennar Kristbjargar núna um daginn (sjá hér)
…af því að borðið fína og lampinn gáfu svona nett bling-þema, þá notuðum við líka fallegu gömlu leðurpullurnar, sem eru líka með smá bling-i í…
…og því var tilvalið að halda áfram með það og við keyptum silfurbakka í Rúmfó…

…kúpullinn kemur af öðrum disk en við settum hann bara þarna…
…smá blingí-vasa…
…og smá kertastjaka líka…

…áður var arininn það eina sem var með eik, en núna – þegar tréfæturnir á borðunum eru mættir á svæðið, og bambusstiginn við hliðina, þá talar þetta allt saman…
…svo smá kózý púðar, sem er auðvelt að skipta út eftir árstímum og löngun…
…og allir litlu persónulegu hlutirnir sem eiga sína sögu, segja þína sögu og gera hús að heimili…
…því þegar allt kemur til alls, þá er það máli skiptir ♥
Svo að lokum, svo þið þurfið ekki að skrolla upp og niður:
Fyrir……eftir…
…fyrir…
…eftir…
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Stofubreyting – fyrir og eftir…

  1. Jane
    12.08.2017 at 11:09

    Sæl Soffía,
    Er búin að fylgjast með síðunni þinni í mörg ár og hef alltaf jafn gaman af því. Allt sem þú gerir er svo flott og þesdi stofubreyting er gott dæmi um það. Bara flott 👌

  2. Sveindís
    12.08.2017 at 14:32

    Rosalega flott hjá ykkur 🙂

  3. Anna Sigga
    12.08.2017 at 15:26

    vá hvað þetta lukkaðist vel hjá ykkur 🙂

  4. Margrét Helga
    12.08.2017 at 20:12

    Rosalega mikil breyting en samt svo lítil 😊 A.m.k. mjög flott 😊 Mig langar alltaf meir og meir að fá þig til að aðstoða mig með mitt hérna heima…kannski gerist það einhvern tíma 😉

  5. Anna Sigga
    12.08.2017 at 20:14

    Glæsilegt <3

  6. Fanný Mjöll Pétursdóttir
    12.08.2017 at 20:30

    Vá þvílíkur munur! Stofan er svo miklu bjartari og fallegri eftir breytinguna, ert svo mikill snillingur 🙂

  7. Anna
    12.08.2017 at 22:18

    Eftir að ég fór að fylgjast með síðunni þinni þá sé ég Rúmfó með nýjum augum 😉

  8. Sigríður Þórhallsdóttir
    13.08.2017 at 00:17

    Þetta er mjög vel heppnað hjá ykkur 🙂

  9. Ingibjörg
    13.08.2017 at 10:18

    Glæsilegt 🙂

  10. Anna María Jónsdóttir
    16.08.2017 at 17:30

    Flott!! Yndislegt að eiga Góða Vini sem mæta og bjarga málunum. Á stuttum tíma og bara með smá breytingum og tilfærslu er eins og stofan hafi fengið nýja sál og pottþétt engin tilvistarkreppa lengur. Frábært🤗

  11. Gugga
    22.03.2018 at 11:16

    æðislegt, frábært að fá vinkonu hitting í leiðinni 🙂 þarf svo að fara í eitthvað svona hjá mér.

Leave a Reply to Ingibjörg Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *